Guðmundur hafði betur í æsispennandi Íslendingaslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 21:23 Guðmundur Guðmundsson gat fagnað í kvöld. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Ólympíumeistaraliði Danmerkur unnu sigur á Svíþjóð, 27-25, í æsispennandi og skemmtilegum Íslendingaslag í D-riðli HM 2017 í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið en þetta er fyrsti leikurinn sem hann tapar síðan hann tók við Svíum. Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn settu Danir í gírinn og komust mest sex mörkum yfir, 14-8. Svíar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan 14-10 eftir 30 mínútur. Kristján Andrésson geymdi fyrirliðann og hornamanninn Niclas Ekberg á bekknum í fyrri hálfleiknum en hann kom sjóðandi heitur inn í þann síðari og skoraði sjö mörk í tólf skotum. Hann var markahæstur í sænsk liðinu. Með hornamanninn í þessu stuði minnkaði Svíþjóð muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark en Danir höfðu alltaf frumkvæðið og leikurinn var aldrei jafn í seinni hálfleiknum. Jim Gottfridson minnkaði muninn í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir en Danir fengu síðustu sóknina, marki yfir. Þegar allt stefndi í leiktöf og að Svíar myndu fá tækifæri til að jafna metin barst boltinn út í hornið á íslenska Danann Hans Óttar Lindberg sem innsiglaði sigur Ólympíumeistaranna, 27-25. Mikkel Hansen var markahæstur eins og svo oft áður í danska liðinu með átta mörk en Kasper Söndergaard skoraði fjögur mörk. Niklas Landin var geggjaður í markinu með 23 varin skot eða 48 prósent hlutfallsmarkvörslu. Danir eru í efsta sæti D-riðils með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki en Svíar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Ólympíumeistaraliði Danmerkur unnu sigur á Svíþjóð, 27-25, í æsispennandi og skemmtilegum Íslendingaslag í D-riðli HM 2017 í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið en þetta er fyrsti leikurinn sem hann tapar síðan hann tók við Svíum. Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn settu Danir í gírinn og komust mest sex mörkum yfir, 14-8. Svíar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan 14-10 eftir 30 mínútur. Kristján Andrésson geymdi fyrirliðann og hornamanninn Niclas Ekberg á bekknum í fyrri hálfleiknum en hann kom sjóðandi heitur inn í þann síðari og skoraði sjö mörk í tólf skotum. Hann var markahæstur í sænsk liðinu. Með hornamanninn í þessu stuði minnkaði Svíþjóð muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark en Danir höfðu alltaf frumkvæðið og leikurinn var aldrei jafn í seinni hálfleiknum. Jim Gottfridson minnkaði muninn í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir en Danir fengu síðustu sóknina, marki yfir. Þegar allt stefndi í leiktöf og að Svíar myndu fá tækifæri til að jafna metin barst boltinn út í hornið á íslenska Danann Hans Óttar Lindberg sem innsiglaði sigur Ólympíumeistaranna, 27-25. Mikkel Hansen var markahæstur eins og svo oft áður í danska liðinu með átta mörk en Kasper Söndergaard skoraði fjögur mörk. Niklas Landin var geggjaður í markinu með 23 varin skot eða 48 prósent hlutfallsmarkvörslu. Danir eru í efsta sæti D-riðils með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki en Svíar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira