Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 12:36 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15