Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 20:15 Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan. Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira