Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þórl. 82-85 | Þriðji sigur Þórs í röð Aron Ingi Valtýsson skrifar 12. janúar 2017 22:15 Tobin Carberry skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. vísir/ernir Þór Þ. hélt áfram sigurgöngu sinni í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík 82-85 í spennandi leik. Þór er nú með 14 stig eftir 13 umferðir en Keflavík, sem vann góðan sigur á Njarðvík í síðasta leik, er með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað en Keflavík náði forystunni snemma. Keflavík var mikið að leita inn í teginn að Amin Stevens sem annað hvort skoraði sjálfur eða fann lausa menn í kringum sig. Þór Þ átti í erfiðleikum með að finna leið að körfunni og var mikið að skjóta fyrir utan. Eftir 1. leikhluta var staðan 27-19. Þór var sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 10 stigum. Gestirnir náðu að loka vel á Stevens inn í teignum þegar líða fór á leikhlutann. Keflavík var í vandræðum með að finna aðra lausn í sóknarleiknum á meðna Þór var að finna opinn skot og setja þau niður. 42-44 var staðan í hálfleik. Þór átti heldur betur 3. leikhluta. Varnaleikurinn var upp á 10 og voru að setja niður sín skot. Á meðan Keflavík var að reyna erfiða hluti og kvarta yfir dómum sem féllu undir restina var Þór að spila sinn leik og spila sem lið. Þór leiddi 59-67 fyrir síðasta leikhlutann. Heimamenn komu sterkir inn í 4. leikhluta og minnkuðu muninn niður 1 stig þegar 2 minútur voru eftir. Á lokasekúndum leiksins komst Emil Karel Einarsson upp að körfunni og brotið á honum. Þetta var sóknin sem skipti máli hvor liðið myndi vinna. Keflavík fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en það gekk ekki upp og sigraði Þór leikinn með þriggja stiga mun 82-85.Af hverju vann Þór? Þór var að spila flotta vörn sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir. Stóru menn Þórs náðu að tvídekka Stevens vel undir körfunni. Þór nýtti skotin sín vel utan af velli sem heimamenn áttu erfitt með að verjast. Þór var að spila vel sem lið og þegar þeir leituðu að besta skotinu kom yfirleitt auðveld karfa hjá þeim sem Heimamenn náðu ekki að verjast.Bestu menn vallarins: Hjá Þór var Maciej Baginski atkvæðamestur. Hann setti 26 stig og var einn af aðalmönnum í sterkri vörn gestana. Stevens fór fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 31, tók 20 fráköst og með 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli? Vítanýting heimamanna er ekki upp á marga fiska. Keflavík setti niður 8 af 15 vítaskotum sínum niður sem er dýrkeypt í svona leik. Samkvæmt tölfræðinni hafði yngri bróðirinn, Ólafur Helgi Jónsson betur í leiknum gegn Guðmundi Jónssyni. Ólafur setti niður 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu en Guðmundur var með 3 stig og 4 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík voru í smá veseni með sóknarleikinn þegar Þór fór að tvöfalda vel á Stevens undir körfunni. Þá fóru heimamenn svolítið í einspilið sem skilaði Þór góðu forskoti. Menn fóru að örvæntinga og taka erfið og léleg skot sem er ekki að fara skila góðum árangri.Keflavík-Þór Þ. 82-85 (27-19, 15-25, 17-23, 23-18)Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 10/4 fráköst, Reggie Dupree 6/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 0/4 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 26, Tobin Carberry 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 3.Einar Árni: Svellkaldir undir lokinn. Einar Árni var að vonum sáttur eftir góðan leik sinna mann í kvöld og mikilvæg tvö stig í hús. „Stór karakter í mínum mönnum og svell kaldir hérna undir loka kaflanum. Við erum að spila frábæran körfubolta, bæði í vörn og sókn og náum 10 stiga forskoti. Keflavík kemur sterkt til baka og er komið 2 stigum yfir. Þetta Three point play hjá Emil er risa stórt,“ sagði Einar. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og náði Einar að skila því vel til sinna manna fyrir leikinn. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þetta væri mikilvægur 5 stiga leikur sama hvernig það er hægt.“Hjörtur: Við fráköstum ekki nógu vel Hjörtu var skiljanlega ekki ánægður með þennan ósigur í kvöld og ekki ánægður með frákastabaráttuna. „ Í fyrri hálfleik þegar okkur gekk vel í skón vorum við ekki að frákasta nógu vel í vörn. Í nokkur skipti fengu þeir marga sénsa til þess að skora sem gengur ekki. Síðan vorum við ekki nógu ákveðnir á boltan, alltof margir tapaðir boltar,“ sagði Hjörtur svekktur Hjörtur er bjarsýnn fyrir framhaldið og segir þurfa smá uppá til að hlutirnir smelli. „Við þurfum að taka okkur á og spila betur saman og að meiri krafti, ekkert annað hægt að gera.“Maciej: Fjörtíu mínútur bæði í vörn og sókn Maciej Baginski var besti maður Þórs í leiknum og dró vagninn fyrir gestina á erfiðum köflum í leiknum. Maciej var hógvær þegar undirritaður náði tali af honum. „Við erum bara þannig lið að það getur alltaf einhver stigið upp og í dag var það ég en það geta allt átt góðan leik hjá okkur,“ sagði Maciej. Maciej veit hversu erfitt er að koma í Sláturhúsið enda er hann Njarðvíkingur og þekkir andrúmsloftið í Keflavík. „Þú þarf að spila í 40 mínútur bæði í vörn og sókn og það dugar ekkert minna þegar þú spilar í Keflavík.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Þór Þ. hélt áfram sigurgöngu sinni í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík 82-85 í spennandi leik. Þór er nú með 14 stig eftir 13 umferðir en Keflavík, sem vann góðan sigur á Njarðvík í síðasta leik, er með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað en Keflavík náði forystunni snemma. Keflavík var mikið að leita inn í teginn að Amin Stevens sem annað hvort skoraði sjálfur eða fann lausa menn í kringum sig. Þór Þ átti í erfiðleikum með að finna leið að körfunni og var mikið að skjóta fyrir utan. Eftir 1. leikhluta var staðan 27-19. Þór var sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 10 stigum. Gestirnir náðu að loka vel á Stevens inn í teignum þegar líða fór á leikhlutann. Keflavík var í vandræðum með að finna aðra lausn í sóknarleiknum á meðna Þór var að finna opinn skot og setja þau niður. 42-44 var staðan í hálfleik. Þór átti heldur betur 3. leikhluta. Varnaleikurinn var upp á 10 og voru að setja niður sín skot. Á meðan Keflavík var að reyna erfiða hluti og kvarta yfir dómum sem féllu undir restina var Þór að spila sinn leik og spila sem lið. Þór leiddi 59-67 fyrir síðasta leikhlutann. Heimamenn komu sterkir inn í 4. leikhluta og minnkuðu muninn niður 1 stig þegar 2 minútur voru eftir. Á lokasekúndum leiksins komst Emil Karel Einarsson upp að körfunni og brotið á honum. Þetta var sóknin sem skipti máli hvor liðið myndi vinna. Keflavík fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en það gekk ekki upp og sigraði Þór leikinn með þriggja stiga mun 82-85.Af hverju vann Þór? Þór var að spila flotta vörn sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir. Stóru menn Þórs náðu að tvídekka Stevens vel undir körfunni. Þór nýtti skotin sín vel utan af velli sem heimamenn áttu erfitt með að verjast. Þór var að spila vel sem lið og þegar þeir leituðu að besta skotinu kom yfirleitt auðveld karfa hjá þeim sem Heimamenn náðu ekki að verjast.Bestu menn vallarins: Hjá Þór var Maciej Baginski atkvæðamestur. Hann setti 26 stig og var einn af aðalmönnum í sterkri vörn gestana. Stevens fór fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 31, tók 20 fráköst og með 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli? Vítanýting heimamanna er ekki upp á marga fiska. Keflavík setti niður 8 af 15 vítaskotum sínum niður sem er dýrkeypt í svona leik. Samkvæmt tölfræðinni hafði yngri bróðirinn, Ólafur Helgi Jónsson betur í leiknum gegn Guðmundi Jónssyni. Ólafur setti niður 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu en Guðmundur var með 3 stig og 4 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík voru í smá veseni með sóknarleikinn þegar Þór fór að tvöfalda vel á Stevens undir körfunni. Þá fóru heimamenn svolítið í einspilið sem skilaði Þór góðu forskoti. Menn fóru að örvæntinga og taka erfið og léleg skot sem er ekki að fara skila góðum árangri.Keflavík-Þór Þ. 82-85 (27-19, 15-25, 17-23, 23-18)Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 10/4 fráköst, Reggie Dupree 6/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 0/4 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 26, Tobin Carberry 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 3.Einar Árni: Svellkaldir undir lokinn. Einar Árni var að vonum sáttur eftir góðan leik sinna mann í kvöld og mikilvæg tvö stig í hús. „Stór karakter í mínum mönnum og svell kaldir hérna undir loka kaflanum. Við erum að spila frábæran körfubolta, bæði í vörn og sókn og náum 10 stiga forskoti. Keflavík kemur sterkt til baka og er komið 2 stigum yfir. Þetta Three point play hjá Emil er risa stórt,“ sagði Einar. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og náði Einar að skila því vel til sinna manna fyrir leikinn. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þetta væri mikilvægur 5 stiga leikur sama hvernig það er hægt.“Hjörtur: Við fráköstum ekki nógu vel Hjörtu var skiljanlega ekki ánægður með þennan ósigur í kvöld og ekki ánægður með frákastabaráttuna. „ Í fyrri hálfleik þegar okkur gekk vel í skón vorum við ekki að frákasta nógu vel í vörn. Í nokkur skipti fengu þeir marga sénsa til þess að skora sem gengur ekki. Síðan vorum við ekki nógu ákveðnir á boltan, alltof margir tapaðir boltar,“ sagði Hjörtur svekktur Hjörtur er bjarsýnn fyrir framhaldið og segir þurfa smá uppá til að hlutirnir smelli. „Við þurfum að taka okkur á og spila betur saman og að meiri krafti, ekkert annað hægt að gera.“Maciej: Fjörtíu mínútur bæði í vörn og sókn Maciej Baginski var besti maður Þórs í leiknum og dró vagninn fyrir gestina á erfiðum köflum í leiknum. Maciej var hógvær þegar undirritaður náði tali af honum. „Við erum bara þannig lið að það getur alltaf einhver stigið upp og í dag var það ég en það geta allt átt góðan leik hjá okkur,“ sagði Maciej. Maciej veit hversu erfitt er að koma í Sláturhúsið enda er hann Njarðvíkingur og þekkir andrúmsloftið í Keflavík. „Þú þarf að spila í 40 mínútur bæði í vörn og sókn og það dugar ekkert minna þegar þú spilar í Keflavík.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira