Lífið samstarf

Viltu vinna ferð til Búdapest?

Brugghúsið og veitingastaðurinn Bryggjan Brugghús gefur flug fyrir tvo til Búdapest ásamt hótelgistingu. Innifalið í vinningnum er heimsókn í sérvalið brugghús og Bjórklúbbskort með 30.000 kr. inneign. Leikurinn hefst í dag.

Önnur verðlaun eru 30.000 kr. gjafabréf á Bryggjunni Brugghús og Bjórklúbbskort með 20.000 kr. inneign.

Þriðju verðlaun eru gjafabréf á Bryggjunni Brugghús að verðmæti 20.000 kr. og bjórkort með 20.000 kr. inneign. Fjórða til sjötta sæti hljóta Bjórklúbbskort með 10.000 kr. inneign.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum og eiga möguleika á vinningunum!

Til þess að komast í pottinn þarf að svara nokkrum laufléttum spurningum, skrá netfang, símanúmer og líka við Bryggjuna Brugghús á Facebook. Vinningshafar verða dregnir út þann 11. febrúar næstkomandi.

Bryggjan Brugghús er staðsett að Grandagarði 8 og er brugghús, veitingastaður og bar sem leggur áherslu á fersk hráefni og gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu. Bryggjan reiðir fram bröns um helgar, hádegisverð á virkum dögum og kvöldverð alla daga vikunnar. Á lounge svæði veitingastaðarins er alltaf hægt að panta af barseðli.

Einnig starfrækir Bryggjan Brugghús bjórskóla og býður upp á styttri bjórtúra og tekur á móti stærri og minni hópum. Á sunnudagskvöldum leika valinkunnir tónlistarmenn jasstónlist á SunnuDjassi og reglulega er boðið upp á stærri tónlistaratriði. Yfirbruggari bryggjunnar er Bergur Gunnarsson og yfirmatreiðslumeistari Margrét Ríkharðsdóttir. 

Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband við [email protected] eða hafið samband í síma 456 4040. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.