Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 16:41 Katrín Jakobsdóttir formaður VG. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56
Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00