Unnur Brá kosin forseti Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 13:47 Unnur Brá Konráðsdóttir er nýr forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis. Alls greiddu 54 þingmenn atkvæði með því að hún yrði forseti þingsins en fimm greiddu ekki atkvæði. Er það í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna þar um að Unnur Brá sé forseti þingsins en hún tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Eftir að Unnur var kjörin steig hún í pontu og þakkaði það traust sem þingheimur sýnir henni með því að kjósa hana sem forseta. Þá minntist hún á hversu ánægjulegt það væri að nú væri hlutfall kvenna á þingi hærra en nokkru sinni fyrr. Unnur Brá kvaðst jafnframt hlakka til samstarfsins við alla þingmenn, jafnt stjórn og stjórnarandstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna er 1. varaforseti þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar 2. varaforseti, Jón Þór Ólafsson, Pírötum, 3. forseti, Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, 4. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, 5. varaforseti, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, 6. varaforseti. Þá er Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Á þingfundi sem nú fer fram verður jafnframt kosið í fastanefndir þingsins en ekki hefur náðst samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þá kosningu. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30 Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis. Alls greiddu 54 þingmenn atkvæði með því að hún yrði forseti þingsins en fimm greiddu ekki atkvæði. Er það í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna þar um að Unnur Brá sé forseti þingsins en hún tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Eftir að Unnur var kjörin steig hún í pontu og þakkaði það traust sem þingheimur sýnir henni með því að kjósa hana sem forseta. Þá minntist hún á hversu ánægjulegt það væri að nú væri hlutfall kvenna á þingi hærra en nokkru sinni fyrr. Unnur Brá kvaðst jafnframt hlakka til samstarfsins við alla þingmenn, jafnt stjórn og stjórnarandstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna er 1. varaforseti þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar 2. varaforseti, Jón Þór Ólafsson, Pírötum, 3. forseti, Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, 4. varaforseti, Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, 5. varaforseti, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, 6. varaforseti. Þá er Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Á þingfundi sem nú fer fram verður jafnframt kosið í fastanefndir þingsins en ekki hefur náðst samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þá kosningu.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30 Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15
Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. 24. janúar 2017 12:30
Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. 24. janúar 2017 12:26