NFL : Fálkarnir og Föðurlandsvinirnir mætast í Super Bowl í ár | Met hjá Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 08:30 Tom Brady átti mjög góðan leik og mun spila um titilinn í sjöunda sinn. Vísir/Getty Það verða lið Atlanta Falcons og New England Patriots sem mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, eftir tvær vikur en þau unnu bæði úrslitaleiki deilda sinna í nótt. Atlanta Falcons verður fulltrúi Þjóðardeildarinnar en New England Patriots er fulltrúi Ameríkudeildarinnar. Það bjuggust flestir við mun meiri spennu í úrslitaleikjunum tveimur í nótt en þegar á hólminn var komið þá voru heimaliðin í miklum ham og unnu bæði sannfærandi sigra. Leikstjórnendurnir Tom Brady hjá New England Patriots og Matt Ryan hjá Atlanta Falcons er líklegir til að keppa um það að vera bestu leikmenn tímabilsins og þeir sýndu af hverju í nótt þegar þeir leiddu sín lið til öruggra sigra.Þjálfarinn Bill Belichick og leikstjórnandanum Tom Brady setja báðir met með því að komast í Super Bowl númer sjö.Vísir/APTom Brady og félagar í New England Patriots eru komnir í Super Bowl í sjöunda sinn á sextán árum eftir 36-17 sigur á Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn Bill Belichick hjá New England Patriots setti enn á ný mikilvægan leik upp á fullkominn hátt og fagnaði sigri í 24. sinn í úrslitakeppni. Tom Brady átti frábæran leik en hann átti þrjár snertimarkssendingar, 32 af 42 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 384 jarda. Hann er búinn að setja nýtt met með því að komast í sinn sjöunda Super Bowl. Magnaður ferill varð enn glæsilegri með sigrinum í nótt. Samvinna Tom Brady og útherjans Chris Hogan skiluðu tveimur snertimörkum í fyrri hálfleiknum og á endanum setti Chris Hogan nýtt met hjá Patroit í úrslitakeppni fyrir að grípa sendingar fyrir 180 jarda. Þetta var líka það mesta hjá útherja sem var ekki tekinn í nýliðavali. New England Patriots var 17-9 yfir í hálfleik og því enn spenna í leiknum. Það breyttist snögglega eftir hlé. New England Patriots gerði hinsvegar svo gott sem út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 16-0 og komast 22 stigum yfir, 33-9. Julian Edelman skoraði eitt snertimark eftir sendingu Brady og LeGarrette Blount hljóp líka með boltann í markið. Le'Veon Bell, einn allra besti hlaupari deildarinnar, meiddist í upphafi leiksins og það munaði gríðarlega um hann fyrir lið Pittsburgh Steelers. Annars voru öll B-in hjá Steelers illa tengd í nótt því leikstjórnandinn Ben Roethlisberger og útherjinn Antonio Brown voru líka langt frá sínu besta.Matt Ryan, leikstjórnandi Atlanta Falcons, hefur átt frábært tímabil.Vísir/APAtlanta Falcons vann 23 stiga stórsigur á Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 44-21. Leikurinn var óvænt mjög ójafn en heimamenn Atlanta Falcons hittu á frábæran dag og liðsmenn Packers áttu engin svör. Atlanta Falcons er þar með komið í Super Bowl í aðeins annað skiptið í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan 1999 þegar liðið tapaði á móti Denver Broncos. Green Bay Packers var búið að vinna átta leiki í röð, sex síðustu deildarleikina og tvo fyrstu leikina í úrslitakeppninni. Liðið varð hinsvegar að sætta sig við fyrsta tapið síðan 20. nóvember. Eftir dramatískan sigur á Dallas Cowboys um síðustu helgi, komst Green Bay liðið aldrei í gang og leikurinn var svo gott sem tapaður í hálfleik en þá var staðan 24-0 fyrir heimamenn í Falcons. Bestu menn Atlanta Falcons, leikstjórnandinn Matt Ryan og útherjinn Julio Jones, áttu báðir frábæran leik. Ryan átti fjórar snertimarkssendingar, 27 af 38 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 392 jarda. Ryan skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Matt Ryan varð fyrstu maðurinn frá 2008 sem nær að senda fjórar snertimarkssendingar í úrslitaleik deildanna eða síðan að Kurt Warner gerði það með Arizona Cardinals. Julio Jones skoraði tvö af snertimörkunum en hann greip níu sendingar og fór alls 180 jarda. Snertimörk Jones komu sitthvoru megin við hálfleikinn og hjálpuðu Atlanta Falcons liðinu að ná 31-0 forystu. Atlanta Falcons var með bestu sóknina á tímabilinu og hún stóð undir nafni í þessum leik. Það var líka ekki mikið hægt að kvarta yfir varnarleiknum sem hélt Green Bay Packers liðinu stigalausu fram í þriðja leikhlutann. Útlitið er vissulega bjart hjá Atlanta Falcons liðinu fyrir Super Bowl leikinn eftir tæpar tvær vikur. Super Bowl leikurinn á milli New England Patriots og Atlanta Falcons fer fram á NRG Stadium í Houston sunnudaginn 5. febrúar næstkomandi.Arthur Blank eigandi Atlanta Falcons dansar af gleði í leikslok.Vísir/AP NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Það verða lið Atlanta Falcons og New England Patriots sem mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, eftir tvær vikur en þau unnu bæði úrslitaleiki deilda sinna í nótt. Atlanta Falcons verður fulltrúi Þjóðardeildarinnar en New England Patriots er fulltrúi Ameríkudeildarinnar. Það bjuggust flestir við mun meiri spennu í úrslitaleikjunum tveimur í nótt en þegar á hólminn var komið þá voru heimaliðin í miklum ham og unnu bæði sannfærandi sigra. Leikstjórnendurnir Tom Brady hjá New England Patriots og Matt Ryan hjá Atlanta Falcons er líklegir til að keppa um það að vera bestu leikmenn tímabilsins og þeir sýndu af hverju í nótt þegar þeir leiddu sín lið til öruggra sigra.Þjálfarinn Bill Belichick og leikstjórnandanum Tom Brady setja báðir met með því að komast í Super Bowl númer sjö.Vísir/APTom Brady og félagar í New England Patriots eru komnir í Super Bowl í sjöunda sinn á sextán árum eftir 36-17 sigur á Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn Bill Belichick hjá New England Patriots setti enn á ný mikilvægan leik upp á fullkominn hátt og fagnaði sigri í 24. sinn í úrslitakeppni. Tom Brady átti frábæran leik en hann átti þrjár snertimarkssendingar, 32 af 42 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 384 jarda. Hann er búinn að setja nýtt met með því að komast í sinn sjöunda Super Bowl. Magnaður ferill varð enn glæsilegri með sigrinum í nótt. Samvinna Tom Brady og útherjans Chris Hogan skiluðu tveimur snertimörkum í fyrri hálfleiknum og á endanum setti Chris Hogan nýtt met hjá Patroit í úrslitakeppni fyrir að grípa sendingar fyrir 180 jarda. Þetta var líka það mesta hjá útherja sem var ekki tekinn í nýliðavali. New England Patriots var 17-9 yfir í hálfleik og því enn spenna í leiknum. Það breyttist snögglega eftir hlé. New England Patriots gerði hinsvegar svo gott sem út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 16-0 og komast 22 stigum yfir, 33-9. Julian Edelman skoraði eitt snertimark eftir sendingu Brady og LeGarrette Blount hljóp líka með boltann í markið. Le'Veon Bell, einn allra besti hlaupari deildarinnar, meiddist í upphafi leiksins og það munaði gríðarlega um hann fyrir lið Pittsburgh Steelers. Annars voru öll B-in hjá Steelers illa tengd í nótt því leikstjórnandinn Ben Roethlisberger og útherjinn Antonio Brown voru líka langt frá sínu besta.Matt Ryan, leikstjórnandi Atlanta Falcons, hefur átt frábært tímabil.Vísir/APAtlanta Falcons vann 23 stiga stórsigur á Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 44-21. Leikurinn var óvænt mjög ójafn en heimamenn Atlanta Falcons hittu á frábæran dag og liðsmenn Packers áttu engin svör. Atlanta Falcons er þar með komið í Super Bowl í aðeins annað skiptið í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan 1999 þegar liðið tapaði á móti Denver Broncos. Green Bay Packers var búið að vinna átta leiki í röð, sex síðustu deildarleikina og tvo fyrstu leikina í úrslitakeppninni. Liðið varð hinsvegar að sætta sig við fyrsta tapið síðan 20. nóvember. Eftir dramatískan sigur á Dallas Cowboys um síðustu helgi, komst Green Bay liðið aldrei í gang og leikurinn var svo gott sem tapaður í hálfleik en þá var staðan 24-0 fyrir heimamenn í Falcons. Bestu menn Atlanta Falcons, leikstjórnandinn Matt Ryan og útherjinn Julio Jones, áttu báðir frábæran leik. Ryan átti fjórar snertimarkssendingar, 27 af 38 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 392 jarda. Ryan skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Matt Ryan varð fyrstu maðurinn frá 2008 sem nær að senda fjórar snertimarkssendingar í úrslitaleik deildanna eða síðan að Kurt Warner gerði það með Arizona Cardinals. Julio Jones skoraði tvö af snertimörkunum en hann greip níu sendingar og fór alls 180 jarda. Snertimörk Jones komu sitthvoru megin við hálfleikinn og hjálpuðu Atlanta Falcons liðinu að ná 31-0 forystu. Atlanta Falcons var með bestu sóknina á tímabilinu og hún stóð undir nafni í þessum leik. Það var líka ekki mikið hægt að kvarta yfir varnarleiknum sem hélt Green Bay Packers liðinu stigalausu fram í þriðja leikhlutann. Útlitið er vissulega bjart hjá Atlanta Falcons liðinu fyrir Super Bowl leikinn eftir tæpar tvær vikur. Super Bowl leikurinn á milli New England Patriots og Atlanta Falcons fer fram á NRG Stadium í Houston sunnudaginn 5. febrúar næstkomandi.Arthur Blank eigandi Atlanta Falcons dansar af gleði í leikslok.Vísir/AP
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira