Frakkar hvíldu sína bestu menn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:40 Nyokas var öflugur með franska liðinu í gær. Vísir/Getty Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira