Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru sem sagt ekki launin mín til framtíðar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:20 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira