Ólafar Nordal minnst á Alþingi: „Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 10:43 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis fór með minningarorð um Ólöfu í byrjun þingfundar. Vísir/Eyþór Ólafar Nordal alþingismanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins var minnst á Alþingi í dag. Ólöf lést í gærmorgun eftir langa baráttu við krabbamein. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Ólafar, fór með minningarorð um hana í byrjun þingfundar í dag. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Í ræðu sinni sagði Unnur Brá að fregnin af andláti Ólafar hafi verið óvænt og þungbær þó að vitað hafi verið að Ólöf hafi um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. „Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur,” sagði Unnur. Þá sagði hún einnig að Ólöf hafi notið mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra. „Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.“ Að lokum risu þingmenn úr sætum til minningar um fallinn félaga. Ræðu Unnar Brá má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Háttvirtir alþingismenn.Sú sorgarfregn barst okkur í gær að Ólöf Nordal alþingismaður, og fyrrverandi ráðherra, hefði andast þá um morguninn á sjúkrahúsi hér í borg. Fregnin var óvænt og þungbær þótt við vissum öll að Ólöf hefði um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur.Ólöf Nordal var fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2002.Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996–1999 og síðan lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands í tvö ár. Hún var stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002 og jafnframt deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar þess skóla í eitt ár. Árið 2002 varð hún yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, síðan framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Rarik 2005–2006 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar frá 2006 fram í febrúar 2007.Árið 2005 fluttist Ólöf búferlum til Egilsstaða. Hún hóf fljótlega þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins þar og var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi. Fyrir alþingiskosningarnar 2007 gaf hún kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hlaut góðan byr og var kjörin þingmaður í maí það ár. Við kosningar tveimur árum síðar flutti hún sig til Reykjavíkur og var í einu af forustusætum flokksins þar við kosningarnar í apríl 2009. Ári síðar, 2010, var hún kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Haustið 2012 tilkynnti Ólöf svo að hún hygðist af einkaástæðum hverfa af vettvangi stjórnmála vorið eftir, 2013. Hún settist þá að og bjó erlendis um skeið. En stjórnmálin heilluðu og síðla árs 2014 féllst hún á að taka við embætti innanríkisráðherra þótt utan þings væri. Hún naut mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra og flokksmenn hennar veittu henni á ný brautargengi. Hún varð aftur varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2015 og hlaut forustusæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar í október 2016. Hún sat síðast í þessum sal á þingsetningarfundi 6. desember sl. sem 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og innanríkisráðherra. Alls sat hún á 11 löggjafarþingum. Á vettvangi Alþingis sat Ólöf lengst í allsherjarnefnd en sat líka í nefndum um samgöngumál og umhverfismál, sat í fjárlaganefnd og fleiri nefndum. Hún beitti sér mest á vettvangi dóms- og lögreglumála, svo og í stjórnarskrármálum. Hún var gjörkunnug öllum málaflokkum innanríkisráðuneytisins þegar hún varð ráðherra 4. desember 2014. Hún gegndi ráðherrastörfum til 11. janúar síðastliðinn. Meðan Ólöf var utan þings 2013-2014 var hún formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.Ég bið þingheim að minnast Ólafar Nordals með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Ólafar Nordal alþingismanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins var minnst á Alþingi í dag. Ólöf lést í gærmorgun eftir langa baráttu við krabbamein. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Ólafar, fór með minningarorð um hana í byrjun þingfundar í dag. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Í ræðu sinni sagði Unnur Brá að fregnin af andláti Ólafar hafi verið óvænt og þungbær þó að vitað hafi verið að Ólöf hafi um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. „Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur,” sagði Unnur. Þá sagði hún einnig að Ólöf hafi notið mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra. „Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.“ Að lokum risu þingmenn úr sætum til minningar um fallinn félaga. Ræðu Unnar Brá má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Háttvirtir alþingismenn.Sú sorgarfregn barst okkur í gær að Ólöf Nordal alþingismaður, og fyrrverandi ráðherra, hefði andast þá um morguninn á sjúkrahúsi hér í borg. Fregnin var óvænt og þungbær þótt við vissum öll að Ólöf hefði um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott. Héðan frá Alþingi eru fjölskyldu hennar allri sendar innilegustu samúðarkveðjur.Ólöf Nordal var fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og húsmóðir. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2002.Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996–1999 og síðan lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands í tvö ár. Hún var stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002 og jafnframt deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar þess skóla í eitt ár. Árið 2002 varð hún yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, síðan framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Rarik 2005–2006 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar frá 2006 fram í febrúar 2007.Árið 2005 fluttist Ólöf búferlum til Egilsstaða. Hún hóf fljótlega þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins þar og var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi. Fyrir alþingiskosningarnar 2007 gaf hún kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hlaut góðan byr og var kjörin þingmaður í maí það ár. Við kosningar tveimur árum síðar flutti hún sig til Reykjavíkur og var í einu af forustusætum flokksins þar við kosningarnar í apríl 2009. Ári síðar, 2010, var hún kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Haustið 2012 tilkynnti Ólöf svo að hún hygðist af einkaástæðum hverfa af vettvangi stjórnmála vorið eftir, 2013. Hún settist þá að og bjó erlendis um skeið. En stjórnmálin heilluðu og síðla árs 2014 féllst hún á að taka við embætti innanríkisráðherra þótt utan þings væri. Hún naut mikils trausts í störfum sínum sem ráðherra og flokksmenn hennar veittu henni á ný brautargengi. Hún varð aftur varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2015 og hlaut forustusæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar í október 2016. Hún sat síðast í þessum sal á þingsetningarfundi 6. desember sl. sem 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og innanríkisráðherra. Alls sat hún á 11 löggjafarþingum. Á vettvangi Alþingis sat Ólöf lengst í allsherjarnefnd en sat líka í nefndum um samgöngumál og umhverfismál, sat í fjárlaganefnd og fleiri nefndum. Hún beitti sér mest á vettvangi dóms- og lögreglumála, svo og í stjórnarskrármálum. Hún var gjörkunnug öllum málaflokkum innanríkisráðuneytisins þegar hún varð ráðherra 4. desember 2014. Hún gegndi ráðherrastörfum til 11. janúar síðastliðinn. Meðan Ólöf var utan þings 2013-2014 var hún formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona. Öllum þótti gott að hafa hana nærri sér við störf hér á Alþingi enda lipur og gefandi í samvinnu. Sannarlega verður það skarð vandfyllt sem Ólöf Nordal skilur eftir sig í stjórnmálum. Þvert á öll flokksbönd syrgja alþingismenn góðan og vel metinn samstarfsmann.Ég bið þingheim að minnast Ólafar Nordals með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45
Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. 8. febrúar 2017 20:00
Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45