"Stolt vesturlands er undir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 14:30 Gunnhildur og Guðrún mætast á vellinum í kvöld. Vísir/Eyþór Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira