Varað við ofsaveðri: „Þetta verður hvellur í fyrramálið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 22:30 Mjög hvasst verður á vestanverðu landinu á morgun. Vísir/Anton Brink „Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira
„Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira