Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira