Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 18:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17