Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 11:30 Donald Trump, Reince Priebus, Michael Flynn, Mike Pence og Steve Bannon á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um samskipti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, og sendiherra Rússlands áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Málið hefur reynst afar Trump-stjórninni erfitt og leitt til afsagnar Flynn. Dan Rather, einn virtasti fréttamaður Bandaríkjanna, hefur sagt að hneykslismálið kunni, þegar upp er staðið, að verða stærra en Watergate-hneykslið á áttunda áratugnum sem leiddi að lokum til afsagnar Richard Nixon forseta. En um hvað snýst málið?Af hverju varð Michael Flynn að segja af sér?Bandaríkjastjórn kveðst hafa krafist afsagnar Flynn þar sem hann nyti ekki lengur stuðnings forsetans. Ástæðan er sú að Flynn á að hafa gefið varaforsetanum Mike Pence rangar upplýsingar varðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey I. Kislyak, skömmu fyrir áramót, eða áður en Trump tók við embætti forseta.Sean Spicer og Michael Flynn.Vísir/AFPHver voru samskipti Flynn og Kislyak?Trump skipaði Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sinn þann 18. nóvember, nokkrum dögum eftir að hann bar sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum. Á jóladag á Flynn að hafa sent jólakveðju til sendiherrans, og sendiherrann svarar. Þann 29. desember tilkynnir Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Þá var 35 rússneskum erindrekum gert að yfirgefa landið. Eftir tilkynningu Obama ræðir Flynn viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar við Kislyak í síma, samkvæmt embættismönnum sem búa yfir afriti af hljóðrituðu samtali þeirra Flynn og Kislyak. Daginn eftir tilkynningu Obama forseta greinir Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því að hann ætli sér ekki að svara í sömu mynt með því að reka bandaríska erindreka frá Rússlandi. Sagðist hann þess í stað vilja bjóða börnum bandarískra sendiráðsstarfsmanna á jólaskemmtun Kremlarhallar. Trump tjáir sig svo á Twitter þar sem hann hrósar Pútín fyrir viðbrögð sín. „Ég vissi alltaf að hann væri gáfaður!“Af hverju skipta umræður um viðskiptaþvinganir svo miklu í þessu máli?Ríki getur einungis verið með eina ríkisstjórn og eina stefnu í hverju máli fyrir sig á hverjum tíma. Samtöl Flynn við rússneska sendiherrann eiga að hafa átt sér stað 29. desember, sama dag og Obama rak 35 rússneska erindreka úr landi sem sakaðir eru um að hafa reynt að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar. Eins og áður sagði ákvað Pútín degi síðar að svara ekki í sömu mynt. Grunur leikur því á að Flynn eigi að hafa í samtölum sínum minnst á þann möguleika að aflétta viðskiptaþvingununum sem hafi þá mögulega haft áhrif á ákvörðun Rússlandsstjórnar að reka enga bandaríska erindreka úr landi.Michael Flynn.Vísir/AFPHver vissi hvað og hvenær?Mike Pence varaforseti ræddi það í röð sjónvarpsviðtala um miðjan janúar að Flynn og Kislyak hafi ekki rætt viðskiptaþvinganirnar í samtölum sínum. Starfsmannastjórinn Reince Priebus sagði það sama í viðtölum. Í frétt New York Times segir að þann 22. janúar hafi Flynn neitað í samtali við Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúa Trump, að hafa rætt við Kislyak og greinir Spicer frá þessu á blaðamannafundi degi síðar. Milli 23. og 26. janúar ræða fulltrúar alríkislögreglunnar FBI við Flynn um samskipti hans og rússneska sendiherrans. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins greina svo fulltrúa Bandaríkjastjórnar, Donald F. McGahn II, frá því að Flynn hafi ekki sagt satt um samskipti sín og Kislyak og að sérstök hætta væri talin á að rússnesk leyniþjónusta gæti nú kúgað þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. McGahn greinir Trump forseta frá skýrslu dómsmálaráðyneytisins þann 26. janúar. Þann 8. febrúar neitar Flynn í samtali við Washington Post að hafa rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Degi síðar segja Post og New York Times frá því að Flynn hafi sagt ósatt og í raun og veru rætt þvinganirnar við sendiherrann. Flynn segir þá að „þó að hann muni ekki sérstaklega eftir að hafa rætt þvinganirnar, geti hann ekki útilokað að þær hafi borið á góma í samtölunum“. Þann 10. febrúar segir Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni að hann hafi ekki séð nýjustu fréttir af samtölum Flynn og Kislyak. Um miðjan dag 13. febrúar segir ráðgjafi Trump, Kellyanne Conway, að Flynn hafi ekki sagt varaforsetanum Pence satt og rétt frá samskipum hans við sendiherrann, en að Flynn nyti enn stuðnings forsetans. Fjölmiðlafulltrúinn Spicer segir að Trump sé að fara yfir stöðuna, en síðar um kvöldið er tilkynnt um afsögn Flynn.Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Vísir/AFPHvað með fréttir CNN og New York Times á þriðjudag?Fréttir bandarísku fjölmiðlanna CNN og New York Times á þriðjudag sneru ekki að Flynn heldur sögðu frá því að fleiri úr starfsliði Trump hafi átt í samskiptum við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni.Verður málið rannsakað?Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur ekki greint frá því opinberlega að rannsókn á málinu standi yfir, en lekar til fjölmiðla benda til að verið sé að skoða málið. Þá bendir allt til að bæði leyniþjónustan CIA og NSA séu nú að afla upplýsinga. Bæði Repúblikar og Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafa sammælst um að rannsóknarnefnd þingsins kanni málið. Nefndin á möguleika á að yfirheyra eiðsvarna menn og að hægt verði að refsa þeim vitnum sem síðar kemur í ljós að hafi logið að nefndinni. Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um samskipti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, og sendiherra Rússlands áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Málið hefur reynst afar Trump-stjórninni erfitt og leitt til afsagnar Flynn. Dan Rather, einn virtasti fréttamaður Bandaríkjanna, hefur sagt að hneykslismálið kunni, þegar upp er staðið, að verða stærra en Watergate-hneykslið á áttunda áratugnum sem leiddi að lokum til afsagnar Richard Nixon forseta. En um hvað snýst málið?Af hverju varð Michael Flynn að segja af sér?Bandaríkjastjórn kveðst hafa krafist afsagnar Flynn þar sem hann nyti ekki lengur stuðnings forsetans. Ástæðan er sú að Flynn á að hafa gefið varaforsetanum Mike Pence rangar upplýsingar varðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey I. Kislyak, skömmu fyrir áramót, eða áður en Trump tók við embætti forseta.Sean Spicer og Michael Flynn.Vísir/AFPHver voru samskipti Flynn og Kislyak?Trump skipaði Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sinn þann 18. nóvember, nokkrum dögum eftir að hann bar sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum. Á jóladag á Flynn að hafa sent jólakveðju til sendiherrans, og sendiherrann svarar. Þann 29. desember tilkynnir Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Þá var 35 rússneskum erindrekum gert að yfirgefa landið. Eftir tilkynningu Obama ræðir Flynn viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar við Kislyak í síma, samkvæmt embættismönnum sem búa yfir afriti af hljóðrituðu samtali þeirra Flynn og Kislyak. Daginn eftir tilkynningu Obama forseta greinir Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því að hann ætli sér ekki að svara í sömu mynt með því að reka bandaríska erindreka frá Rússlandi. Sagðist hann þess í stað vilja bjóða börnum bandarískra sendiráðsstarfsmanna á jólaskemmtun Kremlarhallar. Trump tjáir sig svo á Twitter þar sem hann hrósar Pútín fyrir viðbrögð sín. „Ég vissi alltaf að hann væri gáfaður!“Af hverju skipta umræður um viðskiptaþvinganir svo miklu í þessu máli?Ríki getur einungis verið með eina ríkisstjórn og eina stefnu í hverju máli fyrir sig á hverjum tíma. Samtöl Flynn við rússneska sendiherrann eiga að hafa átt sér stað 29. desember, sama dag og Obama rak 35 rússneska erindreka úr landi sem sakaðir eru um að hafa reynt að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar. Eins og áður sagði ákvað Pútín degi síðar að svara ekki í sömu mynt. Grunur leikur því á að Flynn eigi að hafa í samtölum sínum minnst á þann möguleika að aflétta viðskiptaþvingununum sem hafi þá mögulega haft áhrif á ákvörðun Rússlandsstjórnar að reka enga bandaríska erindreka úr landi.Michael Flynn.Vísir/AFPHver vissi hvað og hvenær?Mike Pence varaforseti ræddi það í röð sjónvarpsviðtala um miðjan janúar að Flynn og Kislyak hafi ekki rætt viðskiptaþvinganirnar í samtölum sínum. Starfsmannastjórinn Reince Priebus sagði það sama í viðtölum. Í frétt New York Times segir að þann 22. janúar hafi Flynn neitað í samtali við Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúa Trump, að hafa rætt við Kislyak og greinir Spicer frá þessu á blaðamannafundi degi síðar. Milli 23. og 26. janúar ræða fulltrúar alríkislögreglunnar FBI við Flynn um samskipti hans og rússneska sendiherrans. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins greina svo fulltrúa Bandaríkjastjórnar, Donald F. McGahn II, frá því að Flynn hafi ekki sagt satt um samskipti sín og Kislyak og að sérstök hætta væri talin á að rússnesk leyniþjónusta gæti nú kúgað þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. McGahn greinir Trump forseta frá skýrslu dómsmálaráðyneytisins þann 26. janúar. Þann 8. febrúar neitar Flynn í samtali við Washington Post að hafa rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Degi síðar segja Post og New York Times frá því að Flynn hafi sagt ósatt og í raun og veru rætt þvinganirnar við sendiherrann. Flynn segir þá að „þó að hann muni ekki sérstaklega eftir að hafa rætt þvinganirnar, geti hann ekki útilokað að þær hafi borið á góma í samtölunum“. Þann 10. febrúar segir Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni að hann hafi ekki séð nýjustu fréttir af samtölum Flynn og Kislyak. Um miðjan dag 13. febrúar segir ráðgjafi Trump, Kellyanne Conway, að Flynn hafi ekki sagt varaforsetanum Pence satt og rétt frá samskipum hans við sendiherrann, en að Flynn nyti enn stuðnings forsetans. Fjölmiðlafulltrúinn Spicer segir að Trump sé að fara yfir stöðuna, en síðar um kvöldið er tilkynnt um afsögn Flynn.Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Vísir/AFPHvað með fréttir CNN og New York Times á þriðjudag?Fréttir bandarísku fjölmiðlanna CNN og New York Times á þriðjudag sneru ekki að Flynn heldur sögðu frá því að fleiri úr starfsliði Trump hafi átt í samskiptum við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni.Verður málið rannsakað?Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur ekki greint frá því opinberlega að rannsókn á málinu standi yfir, en lekar til fjölmiðla benda til að verið sé að skoða málið. Þá bendir allt til að bæði leyniþjónustan CIA og NSA séu nú að afla upplýsinga. Bæði Repúblikar og Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafa sammælst um að rannsóknarnefnd þingsins kanni málið. Nefndin á möguleika á að yfirheyra eiðsvarna menn og að hægt verði að refsa þeim vitnum sem síðar kemur í ljós að hafi logið að nefndinni.
Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21