Fjarvera Ívars getur hjálpað til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 06:00 Ívar er farinn í skíðaferð og strákarnir verða án hans í næsta leik. fréttablaðið/ernir Haukar verða án þjálfara síns, Ívars Ásgrímssonar, á föstudaginn er liðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Snæfelli. Ívar er erlendis þar sem hann er í skíðaferð. Sú ákvörðun þjálfarans að yfirgefa liðið á miðju tímabili hefur vakið mikla athygli enda ekki fordæmi fyrir slíku. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir að Hólmurum finnist þetta vera óvirðing og Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir þetta vera galna ákvörðun. Ákvörðunin um þessa umtöluðu skíðaferð var tekin síðasta sumar og það með fullu leyfi körfuknattleiksdeildar Hauka. „Það er kannski rétt að þetta tíðkast ekki og ef við hefðum þurft að taka þessa ákvörðun eftir síðustu áramót þá hefðum við kannski ekki gert þetta. Síðasta sumar fannst okkur þetta vera ágætur tímapunktur fyrir Ívar til þess að taka sér frí. Auðvitað er þetta samt ekki gott núna því þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, en segir þó að þetta þurfi ekki að vera alslæmt fyrir félagið.Ekki svo slæmur tímapunktur „Eftir á að hyggja er ég nú ekkert svo viss um að þetta sé slæmur tímapunktur. Liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans sem er ábyrgur fyrir gengi liðsins eins og stjórn og leikmenn. Ég held að það sé ágætt að hann fari núna frá í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Við teljum það geta hjálpað liðinu að Ívar fari frá tímabundið. Leikmenn stígi svo upp og klári leikinn. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Þó svo Kjartan sjái jákvæðu hliðina á því að vera laus við þjálfarann í næsta leik segir hann ekki hafa komið til tals að reka Ívar. Hvað samt með fordæmið sem Haukar setja. Myndi Kjartan gefa lykilleikmanni frí ef hann vildi fara í skíðaferð á sama tíma og mikilvægur leikur færi fram? „Það þyrfti að skoða það miðað við þær forsendur sem væru fyrir hendi. Ég myndi ekki útiloka að gefa honum frí en það er mjög ólíklegt að ég myndi leyfa það fyrir mikilvægasta leikinn.“Mistök að orða þetta svona Er ákvörðun var tekin með þessa ferð valdi Ívar að fara er liðið spilaði við Snæfell. Leikur sem hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af. Er það ekki vanvirðing við Hólmara? „Jú, það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég veit ekki hvað hann er að fara með þessu en þetta er hans skoðun. Það er samt alls ekki þannig. Það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum,“ segir Kjartan en Ívar fór mikinn í hvassri yfirlýsingu á Facebook þar sem hann furðaði sig á þessu upphlaupi um skíðaferðina. Fór ekki fögrum orðum um strákana í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport meðal annars og virtist ekki skilja að þeir sæju ástæðu til þess að ræða málið. „Mér fannst yfirlýsingin ágæt. Hann var búinn að senda okkur hana svona nokkurn veginn en þá var hún ekki alveg svona hvöss. Það er líka kannski meira sagt í gríni að menn hafi verið í glasi í stúdíóinu. Yfirlýsingin er eins og hún er og Ívar verður að standa og falla með henni.“Mikill munur milli ára Fyrir tæpu ári var allt í blóma hjá Haukunum. Bæði karla- og kvennalið félagsins fóru alla leið í úrslitarimmu í Íslandsmótinu en nú er staðan önnur. Karlaliðið er í harðri botnbaráttu og kvennaliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Þetta getur stundum verið svona og mikið breytt. Hjá stelpunum munaði mikið um að Helena Sverris varð ólétt. Stelpurnar hafa samt staðið sig vel. Hjá strákunum hefur þetta bara ekki gengið. Það eru einhverjir átta til níu leikir sem tapast á síðustu mínútunum. Það vantar kannski samheldni og blandan ekki nógu góð. Það er eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næsta tímabil.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Haukar verða án þjálfara síns, Ívars Ásgrímssonar, á föstudaginn er liðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Snæfelli. Ívar er erlendis þar sem hann er í skíðaferð. Sú ákvörðun þjálfarans að yfirgefa liðið á miðju tímabili hefur vakið mikla athygli enda ekki fordæmi fyrir slíku. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir að Hólmurum finnist þetta vera óvirðing og Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir þetta vera galna ákvörðun. Ákvörðunin um þessa umtöluðu skíðaferð var tekin síðasta sumar og það með fullu leyfi körfuknattleiksdeildar Hauka. „Það er kannski rétt að þetta tíðkast ekki og ef við hefðum þurft að taka þessa ákvörðun eftir síðustu áramót þá hefðum við kannski ekki gert þetta. Síðasta sumar fannst okkur þetta vera ágætur tímapunktur fyrir Ívar til þess að taka sér frí. Auðvitað er þetta samt ekki gott núna því þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, en segir þó að þetta þurfi ekki að vera alslæmt fyrir félagið.Ekki svo slæmur tímapunktur „Eftir á að hyggja er ég nú ekkert svo viss um að þetta sé slæmur tímapunktur. Liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans sem er ábyrgur fyrir gengi liðsins eins og stjórn og leikmenn. Ég held að það sé ágætt að hann fari núna frá í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Við teljum það geta hjálpað liðinu að Ívar fari frá tímabundið. Leikmenn stígi svo upp og klári leikinn. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Þó svo Kjartan sjái jákvæðu hliðina á því að vera laus við þjálfarann í næsta leik segir hann ekki hafa komið til tals að reka Ívar. Hvað samt með fordæmið sem Haukar setja. Myndi Kjartan gefa lykilleikmanni frí ef hann vildi fara í skíðaferð á sama tíma og mikilvægur leikur færi fram? „Það þyrfti að skoða það miðað við þær forsendur sem væru fyrir hendi. Ég myndi ekki útiloka að gefa honum frí en það er mjög ólíklegt að ég myndi leyfa það fyrir mikilvægasta leikinn.“Mistök að orða þetta svona Er ákvörðun var tekin með þessa ferð valdi Ívar að fara er liðið spilaði við Snæfell. Leikur sem hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af. Er það ekki vanvirðing við Hólmara? „Jú, það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég veit ekki hvað hann er að fara með þessu en þetta er hans skoðun. Það er samt alls ekki þannig. Það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum,“ segir Kjartan en Ívar fór mikinn í hvassri yfirlýsingu á Facebook þar sem hann furðaði sig á þessu upphlaupi um skíðaferðina. Fór ekki fögrum orðum um strákana í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport meðal annars og virtist ekki skilja að þeir sæju ástæðu til þess að ræða málið. „Mér fannst yfirlýsingin ágæt. Hann var búinn að senda okkur hana svona nokkurn veginn en þá var hún ekki alveg svona hvöss. Það er líka kannski meira sagt í gríni að menn hafi verið í glasi í stúdíóinu. Yfirlýsingin er eins og hún er og Ívar verður að standa og falla með henni.“Mikill munur milli ára Fyrir tæpu ári var allt í blóma hjá Haukunum. Bæði karla- og kvennalið félagsins fóru alla leið í úrslitarimmu í Íslandsmótinu en nú er staðan önnur. Karlaliðið er í harðri botnbaráttu og kvennaliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. „Þetta getur stundum verið svona og mikið breytt. Hjá stelpunum munaði mikið um að Helena Sverris varð ólétt. Stelpurnar hafa samt staðið sig vel. Hjá strákunum hefur þetta bara ekki gengið. Það eru einhverjir átta til níu leikir sem tapast á síðustu mínútunum. Það vantar kannski samheldni og blandan ekki nógu góð. Það er eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næsta tímabil.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. 27. febrúar 2017 19:00
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30