Eyðimerkurgöngunni lokið hjá Fowler Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Rickie Fowler kyssir bikarinn. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira