Yfirmaður VW á yfir höfði sér 169 ára fangelsi Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 16:14 Ekki sér enn fyrir endann á afdrifum þeirra yfirmanna Volkswagen sem kunnugt var um dísilvélasvindl fyrirtæksins. Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent