Fjármálaráðherra segir Pírata berja sér á brjóst Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2017 20:30 Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15
Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15