Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 21-28 | Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 23. febrúar 2017 21:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir fagnar marki. vísir/hanna Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir 28-21 sigur á Haukum í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Fram var 12-9 yfir í hálfleik.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram byrjaði leikinn mun betur. Haukar skoruðu þriðja mark sitt ekki fyrr en á 17. mínútu en þá hafði Fram náði fjögurra marka forystu. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Fram náði að auka forystu sína í þrjú mörk fyrir hálfleik. Haukar áttu í miklum vandræðum gegn sterkri vörn Fram og fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir í miklu stuði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka hélt sínu liði inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri markvörslu en hún varði ófá dauðafærin. Fram byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti og náði mest sjö marka forystu þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu aðeins 12 mörk fyrstu 40 mínútur leiksins sem er til marks um frábæra vörn Fram í leiknum. Haukar treystu um of á Ramune Pekarskyte í sóknarleiknum og þurfti hún á mun meiri hjálp að halda í leiknum. Haukar náðu þó að minnka muninn í tvö mörk en hafði ekki kraft til að komast nær Fram sem sigldi á ný framúr undir lok leiksins og vann að lokum sannfærandi sigur. Eins og áður segir voru markverðir liðanna öflugir og Ramune bar sóknarleik Hauka uppi. Hildur Þorgeirsdóttir átti greiða leið að marki Hauka framan af leik og Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu að vanda. Það var þó Hafdís Iura sem stal senunni með frábærri innkomu í leikinn í seinni hálfleik en hún og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu 4 mörk hvor seint í leiknum. Fram mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni.Steinunn: Góð tilfinning að vera hér Það sást langar leiðir að Fram hungraði virkilega mikið að fara alla leið í úrslitaleikinn hið minnsta og það tók Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram undir. „Já klárlega. Það er langt síðan við vorum hér síðast. Tilfinningin að vera hér er góð og okkur langaði að vera hér eins lengi og við getum,“ sagði Steinunn. Fram náði sjö marka forystu snemma í seinni hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk. „Við missum þetta aðeins niður. Ég fékk að sjálfsögðu heimskulegar tvær mínútur en við sýnum karakter að koma til baka og vinna leikinn með sjö mörkum.“ Fram byrjaði leikinn með framliggjandi vörn sem skilaði þeim árangri að Haukar skoruðu sitt þrjðja mark ekki fyrr en á 17. mínútu. „Við komum þeim jafnvel á óvart með að byrja í 3-3 vörn. Þær voru kannski ekki tilbúnar í það og þá náum við sjálfstrausti í okkar leik og náum að halda það út. „Þær skora bara 12 mörk á 40 mínútum sem sýnir hve góða vörn við vorum að spila og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) er alltaf jafn sterk fyrir aftan,“ sagði Steinunn. Fram tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu áður en liðið vann síðasta leik sinn fyrir bikarúrslitahelgina. „Við misstum aðeins jafnvægið í tveimur deildarleikjum en náum svo að vinna Gróttu sannfærandi og virðumst vera komnar á gott skrið aftur. „Við erum gríðarlega ánægðar með að vera komnar áfram. Við höfum spilað tvo mjög spennandi leiki við Stjörnuna í vetur og þetta verður skemmtilegur leikur,“ sagði Steinunn að lokum um úrslitaleikinn sem er framundan á laugardaginn.Karen: Tökum rugl ákvarðanir Haukar skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 16 mínúturnar í kvöld en Karen Helga Díönudóttir vill alls ekki meina að of hátt spennustig sé ástæða slakrar byrjunar liðsins. „Nei, það getur ekki verið afsökun. Við erum að gera þetta í fjórða skipti. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið það,“ sagði Karen. „Við förum ekki nógu vel eftir skipulaginu. Við vissum nákvæmlega hvað þær voru að fara að gera. Við vissum að Hildur ætti að skjóta. Við mætum henni ekki og hún hittir. Þá er þetta erfitt.“ Fram byrjaði leikinn spilandi 3-3 vörn sem virtist slá Hauka útaf laginu. Karen segir að þetta hefði samt ekki átt að koma Haukum á óvart. „Þær hafa gert þetta nokkrum sinnum á móti okkur áður. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þó þetta liti út fyrir að hafa gert það,“ sagði Karen. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum en það vantaði herslumuninn hjá liðinu að koma sér enn nær eða jafna leikinn. „Mér finnst við taka óþarfa ákvarðanir þegar við erum á grensunni. Við tökum rugl ákvarðanir í sóknarleiknum og gerum asnaleg mistök sem við eigum ekki að gera á þessu stigi. „Varnarlega létum við ekki finna nógu vel fyrir okkur. Þá er lítið hægt að gera og þær voru bara betri,“ sagði Karen að lokum.Steinunn í harðri baráttu við Karenu Helgu Díönudóttur.vísir/hannaKaren Helga reynir skot að marki Fram.vísir/hanna Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir 28-21 sigur á Haukum í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Fram var 12-9 yfir í hálfleik.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram byrjaði leikinn mun betur. Haukar skoruðu þriðja mark sitt ekki fyrr en á 17. mínútu en þá hafði Fram náði fjögurra marka forystu. Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Fram náði að auka forystu sína í þrjú mörk fyrir hálfleik. Haukar áttu í miklum vandræðum gegn sterkri vörn Fram og fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir í miklu stuði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka hélt sínu liði inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri markvörslu en hún varði ófá dauðafærin. Fram byrjaði seinni hálfleikinn einnig af krafti og náði mest sjö marka forystu þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu aðeins 12 mörk fyrstu 40 mínútur leiksins sem er til marks um frábæra vörn Fram í leiknum. Haukar treystu um of á Ramune Pekarskyte í sóknarleiknum og þurfti hún á mun meiri hjálp að halda í leiknum. Haukar náðu þó að minnka muninn í tvö mörk en hafði ekki kraft til að komast nær Fram sem sigldi á ný framúr undir lok leiksins og vann að lokum sannfærandi sigur. Eins og áður segir voru markverðir liðanna öflugir og Ramune bar sóknarleik Hauka uppi. Hildur Þorgeirsdóttir átti greiða leið að marki Hauka framan af leik og Steinunn Björnsdóttir skilaði sínu að vanda. Það var þó Hafdís Iura sem stal senunni með frábærri innkomu í leikinn í seinni hálfleik en hún og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu 4 mörk hvor seint í leiknum. Fram mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni.Steinunn: Góð tilfinning að vera hér Það sást langar leiðir að Fram hungraði virkilega mikið að fara alla leið í úrslitaleikinn hið minnsta og það tók Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram undir. „Já klárlega. Það er langt síðan við vorum hér síðast. Tilfinningin að vera hér er góð og okkur langaði að vera hér eins lengi og við getum,“ sagði Steinunn. Fram náði sjö marka forystu snemma í seinni hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk. „Við missum þetta aðeins niður. Ég fékk að sjálfsögðu heimskulegar tvær mínútur en við sýnum karakter að koma til baka og vinna leikinn með sjö mörkum.“ Fram byrjaði leikinn með framliggjandi vörn sem skilaði þeim árangri að Haukar skoruðu sitt þrjðja mark ekki fyrr en á 17. mínútu. „Við komum þeim jafnvel á óvart með að byrja í 3-3 vörn. Þær voru kannski ekki tilbúnar í það og þá náum við sjálfstrausti í okkar leik og náum að halda það út. „Þær skora bara 12 mörk á 40 mínútum sem sýnir hve góða vörn við vorum að spila og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) er alltaf jafn sterk fyrir aftan,“ sagði Steinunn. Fram tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu áður en liðið vann síðasta leik sinn fyrir bikarúrslitahelgina. „Við misstum aðeins jafnvægið í tveimur deildarleikjum en náum svo að vinna Gróttu sannfærandi og virðumst vera komnar á gott skrið aftur. „Við erum gríðarlega ánægðar með að vera komnar áfram. Við höfum spilað tvo mjög spennandi leiki við Stjörnuna í vetur og þetta verður skemmtilegur leikur,“ sagði Steinunn að lokum um úrslitaleikinn sem er framundan á laugardaginn.Karen: Tökum rugl ákvarðanir Haukar skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 16 mínúturnar í kvöld en Karen Helga Díönudóttir vill alls ekki meina að of hátt spennustig sé ástæða slakrar byrjunar liðsins. „Nei, það getur ekki verið afsökun. Við erum að gera þetta í fjórða skipti. Það er ekki hægt að fela sig á bakvið það,“ sagði Karen. „Við förum ekki nógu vel eftir skipulaginu. Við vissum nákvæmlega hvað þær voru að fara að gera. Við vissum að Hildur ætti að skjóta. Við mætum henni ekki og hún hittir. Þá er þetta erfitt.“ Fram byrjaði leikinn spilandi 3-3 vörn sem virtist slá Hauka útaf laginu. Karen segir að þetta hefði samt ekki átt að koma Haukum á óvart. „Þær hafa gert þetta nokkrum sinnum á móti okkur áður. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þó þetta liti út fyrir að hafa gert það,“ sagði Karen. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum en það vantaði herslumuninn hjá liðinu að koma sér enn nær eða jafna leikinn. „Mér finnst við taka óþarfa ákvarðanir þegar við erum á grensunni. Við tökum rugl ákvarðanir í sóknarleiknum og gerum asnaleg mistök sem við eigum ekki að gera á þessu stigi. „Varnarlega létum við ekki finna nógu vel fyrir okkur. Þá er lítið hægt að gera og þær voru bara betri,“ sagði Karen að lokum.Steinunn í harðri baráttu við Karenu Helgu Díönudóttur.vísir/hannaKaren Helga reynir skot að marki Fram.vísir/hanna
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira