Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Skallagrímur 79-84 | Skallagrímur neitar að tapa á útivelli Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2017 21:45 Fanney Lind Thomas og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eigast við undir körfunni. vísir/eyþór Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira