Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Sveinbjörn ætlar sér að gera atlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020. vísir/anton „Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
„Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira