Sveinbjörn: Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinni skrifar 9. mars 2017 22:28 Sveinbjörn skaut á strákana í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/anton Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00