Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 83-70 | Njarðvík ekki í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2017 21:45 Tobin Carberry skoraði 22 stig. vísir/eyþór Njarðvík mun ekki keppa í úrslitakeppninni í Domino's-deild karla en það varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Njarðvíkingar hafa ekki misst af úrslitakeppninni síðan 1993 og niðurstaðan því söguleg. Þór var með undirtökin lengst af í leiknum en þegar skammt var eftir náðu gestirnir að jafna metin. Þór svaraði með tveimur þriggja stiga körfum með skömmu millibili og það bil náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa. Bæði lið hafa oft spilað betur en í þessum leik enda mikilvægi leiksins mikið. Það var sérstaklega mikið fyrir Njarðvíkinga sem voru flestir á afturfótunum í slöppum fyrri hálfleik. Aðeins Logi Gunnarsson virtist í sambandi en hann skoraði meira en helming stiga síns liðs í fyrri hálfleik, sem voru þó ekki nema 36 talsins. Njarðvíkingar svöruðu betur fyrir sig í síðari hálfleik með betri varnarleik og náðu að jafna metin seint í fjórða leikhluta. Leikurinn virtist vera að sveiflast í átt með Njarðvíkingum þegar heimamenn gerðu sér lítið fyrir og gerðu út um leikinn utan þriggja stiga línunnar á lokamínútunum. Njarðvíkingar voru einfaldlega rotaðir í blálok leiksins.Af hverju vann Þór? Liðsheildin var mun sterkari hjá heimamönnum og margir sem lögðu sitt af mörkum. Í raun hefðu heimamenn átt að gera út um leikinn miklu fyrr en klaufagangur réði því að þeir hleyptu Njarðvíkingum aftur inn í leikinn á viðkvæmum tímapunkti. En heimamenn náðu að sýna styrk sinn með því að taka aftur völdin seint í leiknum og vann að lokum sannfærandi sigur á liði sem er með öflugan Loga Gunnarsson innanborðs. Það er ekki öllum gefið.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var sem fyrr áberandi í leik Þórs en hitti illa í kvöld. Tíu skot geiguðu í teignum og hefðu betri lið en Njarðvík refsað fyrir það í kvöld. Gömlu Njarðvíkingarnir Ólafur Helgi Jónsson og Majiec Baginski voru í lykilhlutverki í kvöld, sérstaklega í vörninni þar sem þeir reyndu hvað þeir gátu að hafa hemil á Loga. Báðir voru öflugir í sókn og skiluðu þeir hvor sextán stigum. Halldór Garðar Hermannsson skilaði einnig mikilvægum körfum, til að mynda þriggja stiga körfu undir lok leiks sem gerði endanlega út um leikinn. Logi Gunnarsson var langbesti maður Njarðvíkur í kvöld en Myron Dempsey vaknaði ekki fyrr en fremur seint í síðari hálfleik. Aðrir voru langt frá sínu besta, því miður fyrir Njarðvíkurliðið í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Logi setti niður fleiri þrista (5) í leiknum en allir aðrir leikmenn Njarðvíkur til samans (4). Munurinn var enn meira sláandi í fyrri hálfleik þar sem Logi hafði sett niður jafn mörg skot úr opnum leik og allir liðsfélagarnir til samans.Hvað gekk illa? Logi og Dempsey voru báðir með meira en 50 prósenta skotnýtingu í kvöld en það vekur óneitanlega athygli að hinir þrír byrjunarliðsmenn Njarðvíkur - Snjólfur, Jóhann Árni og Björn hittu samtals úr átta af 27 skotum í kvöld.Þór Þ.-Njarðvík 83-70 (25-19, 19-17, 18-19, 21-15) Þór Þ.: Tobin Carberry 22/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Halldór Garðar Hermannsson 13, Grétar Ingi Erlendsson 6, Emil Karel Einarsson 6/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/5 fráköst. Njarðvík: Logi Gunnarsson 27, Myron Dempsey 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 10/5 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Snjólfur Marel Stefánsson 6/9 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 2.Logi: Erfitt að kyngja þessu Logi Gunnarsson var vitanlega svekktur í leikslok eftir að ljóst varð að Njarðvík yrði ekki með í úrslitakeppni efstu deildar karla í fyrsta sinn síðan 1993. „Ég spilaði mitt fyrsta tímabil með Njarðvík árið 1997 og síðan þá hef ég alltaf verið í að minnsta kosti í undanúrslitum og unnið marga titla þau ár sem ég hef verið með liðinu,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „En svona er þetta bara. Þetta varð raunin í þetta árið. Við vorum í erfiðleikum í upphafi tímabilsnis og það kom í bakið á okkur núna. Þessu þurfum við bara að kyngja en það er erfitt.“ Logi segir að liðið hafi ekki hitt á góðan dag í Þorlákshöfn í kvöld. „Við hittum illa en vorum samt að fá fín skot. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur heldur.“ „En samt náðum við að jafna leikinn en þeir svöruðu með tveimur þriggja stiga skotum. Þá var þetta erfitt.“ Hann segist hafa liðið vel í leiknum, þrátt fyrir að hafa verið með þá Ólaf Helga og Majiec Baginski á móti sér allan leikinn. „Ég var ekki að þröngva mér í nein skot og tók bara það sem mér bauðst. Svo reyndi ég bara að spila vörn á Carberry eins og ég gat og það gekk ágætlega. En það var ekki nóg í dag.“ Logi á sjálfur nóg eftir og kvíðir ekki framtíðinni í Njarðvík. „Þeir koma á færibandi úr yngri flokkunum, öflugir leikmenn og við munum byggja á því sem fyrr. Við kvíðum engu.“Magic: Blendnar tilfinningar „Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar, þó svo að það eigi ekki að skipta mann máli hver andstæðingurinn er,“ sagði Majiec Baginski, Njarðvíkingurinn sem var svo öflugur í liði Þórs Þorlákshafnar í kvöld. Með sigri Þórs varð endanlega ljóst að Njarðvík kemst ekki í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Magic, eins og hann er kallaður, var settur á Loga Gunnarsson stærstan hluta leiksins og segir að það hafi verið erfitt að eiga við hann. „Hann er erfiður, þó svo að hann sé gamall - karlinn,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var erfitt að spila gegn honum.“ Magic fékk sína fimmtu villu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum og mjótt á munum. „Ég hafði engar áhyggjur og treysti strákunum til að klára þetta.“ Þór mætir nú Grindavík í úrslitakeppninni og reiknar hann með erfiðri rimmu. „Það getur allt gerst í úrslitakeppninni og ég veit ekki hversu miklu máli skiptir að þeir eigi heimavallarréttinn. Við erum ekki endilega búnir að vera betri á heimavelli í vetur. Þetta er allt saman opið.“Daníel Guðni: Mér líður ömurlega Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur áhuga á að halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur áhuga á að halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Þetta sagði hann eftir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Njarðvík missir af sinni fyrstu úrslitakeppni í efstu deild karla síðan 1993 og segir þjálfarinn að það sé verulega sárt. „Mér líður ömurlega. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að lenda í á körfuboltaferlinum. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur en samt er maður orðlaus. Þetta er afar sárt.“ Daníel Guðni segir að leikmannamál hafi verið að þvælast fyrir liðinu í upphafi tímabilsins. „Það voru hrókeringar í upphafi árs sem voru erfiðar. Þetta hefði verið allt annað ef maður hefði haft þetta lið sem spilaði í kvöld frá upphafi leiktíðar.“ Hann segir óljóst hvað taki við hjá honum en hann myndi sjálfur kjósa að vera áfram með Njarðvíkurliðið. „Ég vona það. Það á eftir að halda aðalfund í deildinni og kjósa nýja stjórn. Þetta er ekki eitthvað sem ég ræð sjálfur. En þetta er lið sem á framtíðina fyrir sér og það er óskandi að það haldist saman á næstu árum.“Einar Árni: Finn til með þessum strákum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, þekkir vel til í Njarðvík þar sem hann er uppalinn og var áður þjálfari til margra ára. Hann stýrir nú Þór sem vann sigur á Njarðvík í kvöld. „Þórsarinn og keppnismaðurinn réðu för þar til flautað var til leiksloka. Þá finnur maður auðvitað til með þessum strákum. Ég hef þjálfað þá marga og er að kenna í skólanum í Njarðvík sjálfur. Þetta er auðvitað snúið,“ sagði Einar Árni eftir leikinn í kvöld. „Það er súrt í broti að Njarðvík sé ekki með í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í öll þessi ár. Þó svo að Logi verðskuldi gott frí á hann ekki skilið að fara í sumarfrí svona snemma á árinu.“ Hann segist auðvitað fyrst og fremst stoltur og glaður með sitt lið, sem hafi klárað deildarkeppnina með tveimur erfiðum leikjum. „Við vorum að spila gegn lið sem voru að berjast fyrir lífi sínu og unnum þá báða. Það eru hættulegar aðstæður en við tækluðum þær vel.“ Þór mætir Grindavík í úrslitakeppninni og veit að það verður hörkurimma. „En við erum að koma inn í úrslitakeppnina með mikinn kraft eftir að hafa unnið þessa tvo leiki. Við höfðum verið í lægð eftir bikarkeppnina og þess vegna er ég svo ánægður með liðið núna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Njarðvík mun ekki keppa í úrslitakeppninni í Domino's-deild karla en það varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Njarðvíkingar hafa ekki misst af úrslitakeppninni síðan 1993 og niðurstaðan því söguleg. Þór var með undirtökin lengst af í leiknum en þegar skammt var eftir náðu gestirnir að jafna metin. Þór svaraði með tveimur þriggja stiga körfum með skömmu millibili og það bil náðu Njarðvíkingar aldrei að brúa. Bæði lið hafa oft spilað betur en í þessum leik enda mikilvægi leiksins mikið. Það var sérstaklega mikið fyrir Njarðvíkinga sem voru flestir á afturfótunum í slöppum fyrri hálfleik. Aðeins Logi Gunnarsson virtist í sambandi en hann skoraði meira en helming stiga síns liðs í fyrri hálfleik, sem voru þó ekki nema 36 talsins. Njarðvíkingar svöruðu betur fyrir sig í síðari hálfleik með betri varnarleik og náðu að jafna metin seint í fjórða leikhluta. Leikurinn virtist vera að sveiflast í átt með Njarðvíkingum þegar heimamenn gerðu sér lítið fyrir og gerðu út um leikinn utan þriggja stiga línunnar á lokamínútunum. Njarðvíkingar voru einfaldlega rotaðir í blálok leiksins.Af hverju vann Þór? Liðsheildin var mun sterkari hjá heimamönnum og margir sem lögðu sitt af mörkum. Í raun hefðu heimamenn átt að gera út um leikinn miklu fyrr en klaufagangur réði því að þeir hleyptu Njarðvíkingum aftur inn í leikinn á viðkvæmum tímapunkti. En heimamenn náðu að sýna styrk sinn með því að taka aftur völdin seint í leiknum og vann að lokum sannfærandi sigur á liði sem er með öflugan Loga Gunnarsson innanborðs. Það er ekki öllum gefið.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var sem fyrr áberandi í leik Þórs en hitti illa í kvöld. Tíu skot geiguðu í teignum og hefðu betri lið en Njarðvík refsað fyrir það í kvöld. Gömlu Njarðvíkingarnir Ólafur Helgi Jónsson og Majiec Baginski voru í lykilhlutverki í kvöld, sérstaklega í vörninni þar sem þeir reyndu hvað þeir gátu að hafa hemil á Loga. Báðir voru öflugir í sókn og skiluðu þeir hvor sextán stigum. Halldór Garðar Hermannsson skilaði einnig mikilvægum körfum, til að mynda þriggja stiga körfu undir lok leiks sem gerði endanlega út um leikinn. Logi Gunnarsson var langbesti maður Njarðvíkur í kvöld en Myron Dempsey vaknaði ekki fyrr en fremur seint í síðari hálfleik. Aðrir voru langt frá sínu besta, því miður fyrir Njarðvíkurliðið í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Logi setti niður fleiri þrista (5) í leiknum en allir aðrir leikmenn Njarðvíkur til samans (4). Munurinn var enn meira sláandi í fyrri hálfleik þar sem Logi hafði sett niður jafn mörg skot úr opnum leik og allir liðsfélagarnir til samans.Hvað gekk illa? Logi og Dempsey voru báðir með meira en 50 prósenta skotnýtingu í kvöld en það vekur óneitanlega athygli að hinir þrír byrjunarliðsmenn Njarðvíkur - Snjólfur, Jóhann Árni og Björn hittu samtals úr átta af 27 skotum í kvöld.Þór Þ.-Njarðvík 83-70 (25-19, 19-17, 18-19, 21-15) Þór Þ.: Tobin Carberry 22/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Halldór Garðar Hermannsson 13, Grétar Ingi Erlendsson 6, Emil Karel Einarsson 6/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/5 fráköst. Njarðvík: Logi Gunnarsson 27, Myron Dempsey 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 10/5 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Snjólfur Marel Stefánsson 6/9 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 2.Logi: Erfitt að kyngja þessu Logi Gunnarsson var vitanlega svekktur í leikslok eftir að ljóst varð að Njarðvík yrði ekki með í úrslitakeppni efstu deildar karla í fyrsta sinn síðan 1993. „Ég spilaði mitt fyrsta tímabil með Njarðvík árið 1997 og síðan þá hef ég alltaf verið í að minnsta kosti í undanúrslitum og unnið marga titla þau ár sem ég hef verið með liðinu,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „En svona er þetta bara. Þetta varð raunin í þetta árið. Við vorum í erfiðleikum í upphafi tímabilsnis og það kom í bakið á okkur núna. Þessu þurfum við bara að kyngja en það er erfitt.“ Logi segir að liðið hafi ekki hitt á góðan dag í Þorlákshöfn í kvöld. „Við hittum illa en vorum samt að fá fín skot. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur heldur.“ „En samt náðum við að jafna leikinn en þeir svöruðu með tveimur þriggja stiga skotum. Þá var þetta erfitt.“ Hann segist hafa liðið vel í leiknum, þrátt fyrir að hafa verið með þá Ólaf Helga og Majiec Baginski á móti sér allan leikinn. „Ég var ekki að þröngva mér í nein skot og tók bara það sem mér bauðst. Svo reyndi ég bara að spila vörn á Carberry eins og ég gat og það gekk ágætlega. En það var ekki nóg í dag.“ Logi á sjálfur nóg eftir og kvíðir ekki framtíðinni í Njarðvík. „Þeir koma á færibandi úr yngri flokkunum, öflugir leikmenn og við munum byggja á því sem fyrr. Við kvíðum engu.“Magic: Blendnar tilfinningar „Auðvitað eru þetta blendnar tilfinningar, þó svo að það eigi ekki að skipta mann máli hver andstæðingurinn er,“ sagði Majiec Baginski, Njarðvíkingurinn sem var svo öflugur í liði Þórs Þorlákshafnar í kvöld. Með sigri Þórs varð endanlega ljóst að Njarðvík kemst ekki í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Magic, eins og hann er kallaður, var settur á Loga Gunnarsson stærstan hluta leiksins og segir að það hafi verið erfitt að eiga við hann. „Hann er erfiður, þó svo að hann sé gamall - karlinn,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var erfitt að spila gegn honum.“ Magic fékk sína fimmtu villu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum og mjótt á munum. „Ég hafði engar áhyggjur og treysti strákunum til að klára þetta.“ Þór mætir nú Grindavík í úrslitakeppninni og reiknar hann með erfiðri rimmu. „Það getur allt gerst í úrslitakeppninni og ég veit ekki hversu miklu máli skiptir að þeir eigi heimavallarréttinn. Við erum ekki endilega búnir að vera betri á heimavelli í vetur. Þetta er allt saman opið.“Daníel Guðni: Mér líður ömurlega Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur áhuga á að halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur áhuga á að halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Þetta sagði hann eftir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Njarðvík missir af sinni fyrstu úrslitakeppni í efstu deild karla síðan 1993 og segir þjálfarinn að það sé verulega sárt. „Mér líður ömurlega. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að lenda í á körfuboltaferlinum. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur en samt er maður orðlaus. Þetta er afar sárt.“ Daníel Guðni segir að leikmannamál hafi verið að þvælast fyrir liðinu í upphafi tímabilsins. „Það voru hrókeringar í upphafi árs sem voru erfiðar. Þetta hefði verið allt annað ef maður hefði haft þetta lið sem spilaði í kvöld frá upphafi leiktíðar.“ Hann segir óljóst hvað taki við hjá honum en hann myndi sjálfur kjósa að vera áfram með Njarðvíkurliðið. „Ég vona það. Það á eftir að halda aðalfund í deildinni og kjósa nýja stjórn. Þetta er ekki eitthvað sem ég ræð sjálfur. En þetta er lið sem á framtíðina fyrir sér og það er óskandi að það haldist saman á næstu árum.“Einar Árni: Finn til með þessum strákum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, þekkir vel til í Njarðvík þar sem hann er uppalinn og var áður þjálfari til margra ára. Hann stýrir nú Þór sem vann sigur á Njarðvík í kvöld. „Þórsarinn og keppnismaðurinn réðu för þar til flautað var til leiksloka. Þá finnur maður auðvitað til með þessum strákum. Ég hef þjálfað þá marga og er að kenna í skólanum í Njarðvík sjálfur. Þetta er auðvitað snúið,“ sagði Einar Árni eftir leikinn í kvöld. „Það er súrt í broti að Njarðvík sé ekki með í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í öll þessi ár. Þó svo að Logi verðskuldi gott frí á hann ekki skilið að fara í sumarfrí svona snemma á árinu.“ Hann segist auðvitað fyrst og fremst stoltur og glaður með sitt lið, sem hafi klárað deildarkeppnina með tveimur erfiðum leikjum. „Við vorum að spila gegn lið sem voru að berjast fyrir lífi sínu og unnum þá báða. Það eru hættulegar aðstæður en við tækluðum þær vel.“ Þór mætir Grindavík í úrslitakeppninni og veit að það verður hörkurimma. „En við erum að koma inn í úrslitakeppnina með mikinn kraft eftir að hafa unnið þessa tvo leiki. Við höfðum verið í lægð eftir bikarkeppnina og þess vegna er ég svo ánægður með liðið núna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira