Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 73-78 | Titilinn á loft í vesturbænum en Stjarnan náði í 2. sætið Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. mars 2017 21:00 Brynjar Þór Björnsson og sonur hans, Bjartmar, taka við bikarnum. vísir/óskaró Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“ Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira