Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:23 Ívar var ekki alltaf pollrólegur á leiknum í kvöld. vísir/stefán Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00