Benz pallbíllinn líka til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 15:15 Fyrsti pallbíll Mercedes Benz mun fara í sölu víða. Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Seinna á þessi ári hefur Mercedes Benz fjöldaframleiðslu á sínum fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður á markað í Evrópu og í S-Ameríku, en aldrei stóð til að selja hann í Bandaríkjunum. Það gæti þó verið að breytast í ljósi þess að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn kjósa sér minni pallbíla þó svo þeir stóru séu reyndar mun söluhærri enn. Það á við bíla eins söluhæstu einstöku bílgerð í Bandaríkjunum til margra áratuga, Ford F-150. Sem dæmi um þessa þróun þá er General Motors víst að fara að markaðssetja nýjan smærri pallbíl á næstunni, aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi nýi pallbíll Benz er byggður á sama undirvagni og Nissan Navara og Renault Alaskan pallbílarnir, en Daimler og Renault-Nissan eiga í talsverðu samstarfi við smíði bíla. Hann verður smíðaður af Nissan á Spáni og hefst framleiðslan í ár, en svo einnig í verksmiðju Renault í Argentínu árið 2018. Ef af markaðssetningu Mercedes Benz á pallbílnum verður í Bandaríkjunum er líklegast að hann verði framleiddur þar í landi.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent