Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 14:00 „Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
„Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30