Skýrsla Kidda Gun: Blóðug kaka sem enginn vill sjá eftir glæsilegan burð Kristinn Geir Friðriksson skrifar 17. mars 2017 07:45 Hlynur Bæringsson átti góðan leik. vísir/hanna Velkomnir í úrslitakeppnina ÍR-ingar! Það var boðið upp á sannkallaða úrslitakeppnisruglstemningu í Ásgarði í gærkveldi þegar Stjarnan tók á móti ÍR í fyrsta leik liðanna í seríunni. Leikurinn var fáránlega sveiflukenndur en náði hinsvegar að enda í hádramatík, spennu og baráttu sem fyrirfinnst aðeins í úrslitakeppni. ÍR var mjög nálægt því að stela heimavellinum af Stjörnunni, sem náði þó að halda sjó og landa gríðarlega mikilvægum sigri. Þessari seríu er hinsvegar langt frá því að vera lokið. Stjarnan leit mjög vel út á upphafsmínútum leiksins; Hlynur Bæringsson skoraði ellefu stig á fyrstu þremur mínútum leiksins og tók í leiðinni fimm fráköst! Quincy Cole datt það í hug að gefa Hlyn frið fyrir utan þriggja stiga línuna og sá síðarnefndi þakkaði pent fyrir, tók skotin og setti tvö slík! Svona hófst þessi leikur; brjálaður hraði og flestir leikmenn rúmlega tilbúnir í það andrúmsloft sem aðstæður buðu upp á; áfergjan, grimmdin, baráttan og sigurviljinn skein úr andlitum leikmanna frá fyrstu mínútum leiksins.Blóðugt ástand ÍR Heimamenn tóku öll völd á vellinum í fyrsta hluta og náðu fínu forskoti en svo misstu þeir einbeitingu og ÍR-ingar náðu á nokkrum mínútum að komast aftur inn í leikinn og lokuðu fyrsta hluta vel, þar sem Cole tróð boltanum eftirminnilega og breytti stemningu leiksins. Þetta var hinsvegar stormurinn á undan logninu hjá ÍR-ingum. Sóknarleikur liðsins náði faktískt sínum hæstu hæðum í öllum leiknum með þessari troðslu. Fylgjan, sem var sóknarleikur liðsins strax í kjölfarið, var í raun akkúrat það – blóðug kaka sem enginn vill sjá eftir að glæsilegur burður hefur átt sér stað! Sóknarflæðið var nákvæmlega ekkert; Cole og Matthías Orri Sigurðarson langt frá því að tengjast þeim bræðraböndum sem hefur einkennt samband þeirra út leiktíðina og liðið einfaldlega stjórnlaust! Þarna var þáttur Matthíasar stór; hann náði aldrei að temja liðið eða koma liðsheildinni í eðlilegt flæði. Tilviljun réði för og af þessum sökum beið liðið afhroð í öðrum hluta – skoraði aðeins tíu stig! Ég ætla ekki að taka af Stjörnunni þeirra rullu í þessari andvana sóknarfæðingu ÍR; Stjarnan spilaði hressilega hrausta vörn en ég vil samt skella meiri skuld á ÍR, sem einfaldlega lét fara með sig eins og nýbura á þessum kafla.Shouse skoraði 17 stig og tók átta fráköst í endurkomunni.vísir/hannaShouse er mættur og grjóthaltu ... Varnarleikur ÍR náði heldur engum takti í þessum fyrri hálfleik – liðið fékk á sig 49 stig! ÍR réði ekkert við Hlyn og þegar Justin Shouse snéri aftur inn á völlinn fyrir heimamenn eftir langt hlé vegna sinna höfuðáverka þá pakkaði hann einfaldlega vörn ÍR saman og skoraði tíu stig í hálfleiknum! Andrúmsloftið, stemningin og áræðnin voru heimamanna í þessum hálfleik, þá sérstaklega í öðrum hluta, og þegar hálfleiksflautan gall þá var ég orðinn smeykur um að andlegt hrun ÍR-inga væri jafn óhjákvæmilegt og dauðinn, eða að borga skatta. Eftir á að hyggja grunar mig aftur á móti að flestir, þ.m.t. leikmenn Stjörnunnar, væru að hugsa það sama – hálfleikstölur 49-32 og ekkert útlit fyrir endurkomu ÍR í spilunum.Varnarleikur.is Eins óútreiknalegir og ÍR hafa verið síðustu ár þá hefði maður auðvitað átt að geta sagt sér það sem kom næst. ÍR var í þriðja sæti yfir bestu vörn liða í deildinni og í þriðja hluta setti liðið einfaldlega í lás! Stjarnan átti engin svör við ákafri vörn gestanna. Fáum eitt á hreint; vörn ÍR var frábær í þriðja hluta; geggjuð! ÍR-ingar „mannhöndluðu“ grunlausa heimamenn en það er aðeins hálf sagan því Stjörnumenn voru hreint út sagt skelfilegir sóknarlega á þessum kafla og sýndu veikleikamerki sem enginn vill sýna sína í seríu sem þessari – ÍR fékk blóð á tennurnar fyrir vikið og komu sér ekki bara inn í leikinn heldur komu stimplaði liðið sig inn í seríuna! Trúin á varnarleikinn kom askvaðandi inn í mengi seríunnar og sjálfstraustið á liðsheildina fylgdi í kjölfarið – þetta var samspilið sem átti sér stað. ÍR, sem hafði fengið á sig 49 stig í einu hálfleik í úrslitakeppni, hélt mótherjanum í sjö stigum í þriðja hluta! Ég get vart lagt næga áherslu á hversu mikilvægt svona frammistaða er fyrir lið eins og ÍR – ekki aðeins vegna þess að vörnin náði að smella, heldur vegna þess að hún gerði það án þess að sóknin batnaði eitthvað að ráði. Þetta kennir liðinu að þrátt fyrir lélega sókn – sem sóknin var allan leikinn – þá geturðu alltaf treyst á að vörnin skilar árangri í úrslitakeppni, ef þú bara leggur þig fram þar!Hankins-Cole skoraði 12 stig og tók 18 fráköst.vísir/gettyLykilmenn týndir í þýðingu! Í kjölfarið var fjórði hluti epískur. Ekki bara vegna þess að ÍR-ingar breyttust í varnarvillidýr í þriðja hluta, heldur einnig vegna þess að liðið náði að draga heimamenn niður í þá sóknardýflissu sem aðeins þeir höfðu lykil að. Stjarnan náði aldrei fyrri sóknarflæði eða takti; leikurinn varð nákvæmlega eins og gestirnir vildu spila hann – hraður, tilviljanakenndur og einmitt laus við það sóknarflæði sem heimamenn náðu í fyrri hálfleik. Þetta var aðeins vatn á myllu gestanna, sem jöfnuðu leikinn snemma í fjórða hluta og komust yfir! Liðin skiptust á forystu eftir það og þegar fimm mínútur voru eftir var ÍR yfir, 63-61. Þarna fór um Silfurskeiðina, sem var byrjuð að kaupa ál í stórum stíl í Kauphöllinni! Þessar síðustu mínútur reyndust hinsvegar ÍR gríðarlega erfiðar. Sóknarleikur liðsins fór einfaldlega í hundana! Lykilleikmenn liðsins hurfu á löngum kafla undir lokin og aukaleikarar voru settir í þá stöðu að taka gríðarlega mikilvæg skot. Þarna þurftu reynslumestu og bestu leikmenn liðsins að stíga fram fyrir skjöldu en gerðu ekki – Matthías, Quincy, Danero Thomas og Sveinbjörn Claessen áttu að gera meira og betur á þessum síðustu fimm mínútum, einfalt! Hinsvegar skal hafa í huga að varnarleikur Stjörnunnar á þessa leikmenn var þéttur en afbragðs sóknarmenn mega aldrei nota slíkt sem afsökun; góðir sóknarmenn eiga að fagna áköfum varnarleik á sig og taka því sem þeirri áskorun sem hann er þegar í úrslitakeppni er komið! Ekkert kjaftæði og engan feluleik!Tómas Heiðar Tómasson skoraði níu stig og gaf fjórar stoðsendingar í liði Stjörnunnar.vísir/hannaHrós og last Stjörnunnar Stjörnuliðið fær mikið hrós fyrir vasklega framgöngu á þessum mikilvægu lokamínútum leiksins en að sama skapi einnig last fyrir að finna gamla skel Einbúakrabba og skríða inn í hana til að verja forystu sína í þriðja hlutanum! Eins og Hlynur Bæringsson orðaði það við mig eftir leik; „ÍR-ingar eiga hrós skilið, þeir sóttu sigur á þessum kafla á meðan við reyndum að verja forystuna okkar.“ Þetta varð einmitt til þess að ÍR kom sér aftur inn í leikinn. Á lokamínútum leiksins kom hinsvegar í ljós munurinn á lykilleikmönnum liðanna; hjá Stjörnunni voru Shouse, Anthony Odunsi (ekki hans besti leikur en hann þorir að taka ábyrgð) og Hlynur Bæringsson mjög áberandi í öllum aðgerðum liðsins miðað við ofangreinda lykilmenn ÍR. Þarna lá munurinn á liðunum og af þessum sökum náðu heimamenn að landa sigrinum. Þrátt fyrir að misstíga sig hrapalega í þriðja hluta náðu heimamenn að sýna nokkrar af sínum fínu úrslitakeppnishliðum með því að landa sigrinum. Það sást langar leiðir að leikmenn liðsins eru vanari þessu andrúmslofti sem úrslitakeppnin er en mótherjinn og alveg klárt að sigurinn er hægt að skrifa á reynslu leikmanna þess. Það er hinsvegar alveg jafn klárt í mínum huga að þrátt fyrir þessa staðreynd þarf liðið að spila mun betur í næsta leik ef það ætlar sér að vinna í Hertz-hellinum í snarklikkaðri Hooligans-stemningu – eins og einn leikmaður Stjörnunnar orðaði það við mig eftir leik; „Við höfum verið að spila í jarðarfararstemningu lunga tímabilsins, þannig að við hlökkum til að mæta í Breiðholtið!“ ÍR-ingar munu ekki týna sér jafnauðveldlega á heimavelli og þeir gerðu í þessum fyrsta úrslitakeppnisleik frá 2011 – liðið var ryðgað í þessum kringumstæðum og það sást vel á sóknarleik þess.Hinn ungi og efnilegi Hákon Örn Hjálmarsson í baráttu við Shouse.vísir/hannaÍR mætt til leiks! ÍR-ingar komust aldrei í neitt sem getur talist sóknartaktur eða flæði. Matthías Orri Sigurðarson náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar sóknarlega, né náði hann að stjórna liðinu sínu með þeim hætti að það gæti talist líklegra til að sigra í gær. Hann stóð sig vel og var besti leikmaður ÍR ásamt Cole en það skorti eitthvað upp á til þess að liðið næði þeim hæðum sem dugar til að sigra svona leiki. Að koma til baka úr stöðunni 49-32 í hálfleik án þess að sýna eina einustu sparihlið sóknarlega er hinsvegar gríðarlegt styrkleikamerki hjá liðinu! Á þessu getur liðið byggt sitt sjálfstraust upp fyrir næsta leik. Þessi sería opnaðist algjörlega einungis út af þessari vösku framgöngu liðsins í seinni hálfleik, engu öðru! Baráttan, viljinn og þorið var til staðar til að vinna leikinn en ákvarðanatökur, klaufagangur og stjórnleysi í sókn var það sem kom í veg fyrir sigurinn. Þetta eru hlutir sem auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir og ég persónulega skrifa á yfirspennu og reynsluleysi bæði leikmanna og liðsins í svona aðstæðum. Að halda Stjörnunni í 26 stigum í seinni hálfleik er stórt afrek; líklega eitthvað sem verður ekki endurtekið í þessari seríu eða annarri ef ske kynni að Stjarnan vinni seríuna – eitthvað sem er algjörlega í lausu lofti eftir þennan leik. Þetta verður án efa ein mesta naglbítssería fyrstu umferðar! Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. 16. mars 2017 21:15 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Velkomnir í úrslitakeppnina ÍR-ingar! Það var boðið upp á sannkallaða úrslitakeppnisruglstemningu í Ásgarði í gærkveldi þegar Stjarnan tók á móti ÍR í fyrsta leik liðanna í seríunni. Leikurinn var fáránlega sveiflukenndur en náði hinsvegar að enda í hádramatík, spennu og baráttu sem fyrirfinnst aðeins í úrslitakeppni. ÍR var mjög nálægt því að stela heimavellinum af Stjörnunni, sem náði þó að halda sjó og landa gríðarlega mikilvægum sigri. Þessari seríu er hinsvegar langt frá því að vera lokið. Stjarnan leit mjög vel út á upphafsmínútum leiksins; Hlynur Bæringsson skoraði ellefu stig á fyrstu þremur mínútum leiksins og tók í leiðinni fimm fráköst! Quincy Cole datt það í hug að gefa Hlyn frið fyrir utan þriggja stiga línuna og sá síðarnefndi þakkaði pent fyrir, tók skotin og setti tvö slík! Svona hófst þessi leikur; brjálaður hraði og flestir leikmenn rúmlega tilbúnir í það andrúmsloft sem aðstæður buðu upp á; áfergjan, grimmdin, baráttan og sigurviljinn skein úr andlitum leikmanna frá fyrstu mínútum leiksins.Blóðugt ástand ÍR Heimamenn tóku öll völd á vellinum í fyrsta hluta og náðu fínu forskoti en svo misstu þeir einbeitingu og ÍR-ingar náðu á nokkrum mínútum að komast aftur inn í leikinn og lokuðu fyrsta hluta vel, þar sem Cole tróð boltanum eftirminnilega og breytti stemningu leiksins. Þetta var hinsvegar stormurinn á undan logninu hjá ÍR-ingum. Sóknarleikur liðsins náði faktískt sínum hæstu hæðum í öllum leiknum með þessari troðslu. Fylgjan, sem var sóknarleikur liðsins strax í kjölfarið, var í raun akkúrat það – blóðug kaka sem enginn vill sjá eftir að glæsilegur burður hefur átt sér stað! Sóknarflæðið var nákvæmlega ekkert; Cole og Matthías Orri Sigurðarson langt frá því að tengjast þeim bræðraböndum sem hefur einkennt samband þeirra út leiktíðina og liðið einfaldlega stjórnlaust! Þarna var þáttur Matthíasar stór; hann náði aldrei að temja liðið eða koma liðsheildinni í eðlilegt flæði. Tilviljun réði för og af þessum sökum beið liðið afhroð í öðrum hluta – skoraði aðeins tíu stig! Ég ætla ekki að taka af Stjörnunni þeirra rullu í þessari andvana sóknarfæðingu ÍR; Stjarnan spilaði hressilega hrausta vörn en ég vil samt skella meiri skuld á ÍR, sem einfaldlega lét fara með sig eins og nýbura á þessum kafla.Shouse skoraði 17 stig og tók átta fráköst í endurkomunni.vísir/hannaShouse er mættur og grjóthaltu ... Varnarleikur ÍR náði heldur engum takti í þessum fyrri hálfleik – liðið fékk á sig 49 stig! ÍR réði ekkert við Hlyn og þegar Justin Shouse snéri aftur inn á völlinn fyrir heimamenn eftir langt hlé vegna sinna höfuðáverka þá pakkaði hann einfaldlega vörn ÍR saman og skoraði tíu stig í hálfleiknum! Andrúmsloftið, stemningin og áræðnin voru heimamanna í þessum hálfleik, þá sérstaklega í öðrum hluta, og þegar hálfleiksflautan gall þá var ég orðinn smeykur um að andlegt hrun ÍR-inga væri jafn óhjákvæmilegt og dauðinn, eða að borga skatta. Eftir á að hyggja grunar mig aftur á móti að flestir, þ.m.t. leikmenn Stjörnunnar, væru að hugsa það sama – hálfleikstölur 49-32 og ekkert útlit fyrir endurkomu ÍR í spilunum.Varnarleikur.is Eins óútreiknalegir og ÍR hafa verið síðustu ár þá hefði maður auðvitað átt að geta sagt sér það sem kom næst. ÍR var í þriðja sæti yfir bestu vörn liða í deildinni og í þriðja hluta setti liðið einfaldlega í lás! Stjarnan átti engin svör við ákafri vörn gestanna. Fáum eitt á hreint; vörn ÍR var frábær í þriðja hluta; geggjuð! ÍR-ingar „mannhöndluðu“ grunlausa heimamenn en það er aðeins hálf sagan því Stjörnumenn voru hreint út sagt skelfilegir sóknarlega á þessum kafla og sýndu veikleikamerki sem enginn vill sýna sína í seríu sem þessari – ÍR fékk blóð á tennurnar fyrir vikið og komu sér ekki bara inn í leikinn heldur komu stimplaði liðið sig inn í seríuna! Trúin á varnarleikinn kom askvaðandi inn í mengi seríunnar og sjálfstraustið á liðsheildina fylgdi í kjölfarið – þetta var samspilið sem átti sér stað. ÍR, sem hafði fengið á sig 49 stig í einu hálfleik í úrslitakeppni, hélt mótherjanum í sjö stigum í þriðja hluta! Ég get vart lagt næga áherslu á hversu mikilvægt svona frammistaða er fyrir lið eins og ÍR – ekki aðeins vegna þess að vörnin náði að smella, heldur vegna þess að hún gerði það án þess að sóknin batnaði eitthvað að ráði. Þetta kennir liðinu að þrátt fyrir lélega sókn – sem sóknin var allan leikinn – þá geturðu alltaf treyst á að vörnin skilar árangri í úrslitakeppni, ef þú bara leggur þig fram þar!Hankins-Cole skoraði 12 stig og tók 18 fráköst.vísir/gettyLykilmenn týndir í þýðingu! Í kjölfarið var fjórði hluti epískur. Ekki bara vegna þess að ÍR-ingar breyttust í varnarvillidýr í þriðja hluta, heldur einnig vegna þess að liðið náði að draga heimamenn niður í þá sóknardýflissu sem aðeins þeir höfðu lykil að. Stjarnan náði aldrei fyrri sóknarflæði eða takti; leikurinn varð nákvæmlega eins og gestirnir vildu spila hann – hraður, tilviljanakenndur og einmitt laus við það sóknarflæði sem heimamenn náðu í fyrri hálfleik. Þetta var aðeins vatn á myllu gestanna, sem jöfnuðu leikinn snemma í fjórða hluta og komust yfir! Liðin skiptust á forystu eftir það og þegar fimm mínútur voru eftir var ÍR yfir, 63-61. Þarna fór um Silfurskeiðina, sem var byrjuð að kaupa ál í stórum stíl í Kauphöllinni! Þessar síðustu mínútur reyndust hinsvegar ÍR gríðarlega erfiðar. Sóknarleikur liðsins fór einfaldlega í hundana! Lykilleikmenn liðsins hurfu á löngum kafla undir lokin og aukaleikarar voru settir í þá stöðu að taka gríðarlega mikilvæg skot. Þarna þurftu reynslumestu og bestu leikmenn liðsins að stíga fram fyrir skjöldu en gerðu ekki – Matthías, Quincy, Danero Thomas og Sveinbjörn Claessen áttu að gera meira og betur á þessum síðustu fimm mínútum, einfalt! Hinsvegar skal hafa í huga að varnarleikur Stjörnunnar á þessa leikmenn var þéttur en afbragðs sóknarmenn mega aldrei nota slíkt sem afsökun; góðir sóknarmenn eiga að fagna áköfum varnarleik á sig og taka því sem þeirri áskorun sem hann er þegar í úrslitakeppni er komið! Ekkert kjaftæði og engan feluleik!Tómas Heiðar Tómasson skoraði níu stig og gaf fjórar stoðsendingar í liði Stjörnunnar.vísir/hannaHrós og last Stjörnunnar Stjörnuliðið fær mikið hrós fyrir vasklega framgöngu á þessum mikilvægu lokamínútum leiksins en að sama skapi einnig last fyrir að finna gamla skel Einbúakrabba og skríða inn í hana til að verja forystu sína í þriðja hlutanum! Eins og Hlynur Bæringsson orðaði það við mig eftir leik; „ÍR-ingar eiga hrós skilið, þeir sóttu sigur á þessum kafla á meðan við reyndum að verja forystuna okkar.“ Þetta varð einmitt til þess að ÍR kom sér aftur inn í leikinn. Á lokamínútum leiksins kom hinsvegar í ljós munurinn á lykilleikmönnum liðanna; hjá Stjörnunni voru Shouse, Anthony Odunsi (ekki hans besti leikur en hann þorir að taka ábyrgð) og Hlynur Bæringsson mjög áberandi í öllum aðgerðum liðsins miðað við ofangreinda lykilmenn ÍR. Þarna lá munurinn á liðunum og af þessum sökum náðu heimamenn að landa sigrinum. Þrátt fyrir að misstíga sig hrapalega í þriðja hluta náðu heimamenn að sýna nokkrar af sínum fínu úrslitakeppnishliðum með því að landa sigrinum. Það sást langar leiðir að leikmenn liðsins eru vanari þessu andrúmslofti sem úrslitakeppnin er en mótherjinn og alveg klárt að sigurinn er hægt að skrifa á reynslu leikmanna þess. Það er hinsvegar alveg jafn klárt í mínum huga að þrátt fyrir þessa staðreynd þarf liðið að spila mun betur í næsta leik ef það ætlar sér að vinna í Hertz-hellinum í snarklikkaðri Hooligans-stemningu – eins og einn leikmaður Stjörnunnar orðaði það við mig eftir leik; „Við höfum verið að spila í jarðarfararstemningu lunga tímabilsins, þannig að við hlökkum til að mæta í Breiðholtið!“ ÍR-ingar munu ekki týna sér jafnauðveldlega á heimavelli og þeir gerðu í þessum fyrsta úrslitakeppnisleik frá 2011 – liðið var ryðgað í þessum kringumstæðum og það sást vel á sóknarleik þess.Hinn ungi og efnilegi Hákon Örn Hjálmarsson í baráttu við Shouse.vísir/hannaÍR mætt til leiks! ÍR-ingar komust aldrei í neitt sem getur talist sóknartaktur eða flæði. Matthías Orri Sigurðarson náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar sóknarlega, né náði hann að stjórna liðinu sínu með þeim hætti að það gæti talist líklegra til að sigra í gær. Hann stóð sig vel og var besti leikmaður ÍR ásamt Cole en það skorti eitthvað upp á til þess að liðið næði þeim hæðum sem dugar til að sigra svona leiki. Að koma til baka úr stöðunni 49-32 í hálfleik án þess að sýna eina einustu sparihlið sóknarlega er hinsvegar gríðarlegt styrkleikamerki hjá liðinu! Á þessu getur liðið byggt sitt sjálfstraust upp fyrir næsta leik. Þessi sería opnaðist algjörlega einungis út af þessari vösku framgöngu liðsins í seinni hálfleik, engu öðru! Baráttan, viljinn og þorið var til staðar til að vinna leikinn en ákvarðanatökur, klaufagangur og stjórnleysi í sókn var það sem kom í veg fyrir sigurinn. Þetta eru hlutir sem auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir og ég persónulega skrifa á yfirspennu og reynsluleysi bæði leikmanna og liðsins í svona aðstæðum. Að halda Stjörnunni í 26 stigum í seinni hálfleik er stórt afrek; líklega eitthvað sem verður ekki endurtekið í þessari seríu eða annarri ef ske kynni að Stjarnan vinni seríuna – eitthvað sem er algjörlega í lausu lofti eftir þennan leik. Þetta verður án efa ein mesta naglbítssería fyrstu umferðar!
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. 16. mars 2017 21:15 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. 16. mars 2017 21:15