„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2017 19:00 Það eru tveir dagar í að Gunnar Nelson snúi aftur í búrið og mæti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London þar sem fjör er að færast í leikana Bardagavikan hófst formlega í dag með svokölluðum fjölmiðladegi. Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust og störðu í augun á hvorum öðrum; Gunnar eins og hann væri nývaknaður en Jouban eins og tískumódelið sem hann er. Gunnar lauk formlegum undirbúningi fyrir bardagakvöldið í Dyflinni þar sem hann var í nokkrar vikur en eins og alltaf hófst undirbúningur heima á Íslandi. „Þetta camp var alveg frábært og endaði hrikalega vel þar sem ég fór til Dublin í þrjár vikur. Heima var ég með mjög marga til að æfa á móti sem eru svipaðir og Alan sem hentar mjög vel. Svo eru allir orðnir betri heima sem er gott fyrir mig,“ segir Gunnar Nelson við íþróttadeild. Niðurskurðurinn gengur vel eins og alltaf en menn eru samt alltaf frekar hungraðir þegar nær dregur bardagakvöldinu. „Ég er alltaf nálægt þyngdinni þannig séð. Ég er orðinn nokkuð svangur núna. Ég hef ekkert borðað í dag og borðaði þrjár litlar máltíðir í gær. Þetta er samt lítið mál,“ segir hann. Alan Jouban er hættulegur andstæðingur þrátt fyrir að vera ekki inn á styrkleikalistanum eins og Gunnar en hvernig býst Gunnar við að Jouban komi inn í bardagann? „Hann mun væntanlega reyna að standa og slá og kýla. Hann er meiri boxari en glímumaður þannig að hann mun vafalítið reyna að halda bardaganum standandi og djöflast á kallinum,“ segir Gunnar Nelson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Það eru tveir dagar í að Gunnar Nelson snúi aftur í búrið og mæti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London þar sem fjör er að færast í leikana Bardagavikan hófst formlega í dag með svokölluðum fjölmiðladegi. Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust og störðu í augun á hvorum öðrum; Gunnar eins og hann væri nývaknaður en Jouban eins og tískumódelið sem hann er. Gunnar lauk formlegum undirbúningi fyrir bardagakvöldið í Dyflinni þar sem hann var í nokkrar vikur en eins og alltaf hófst undirbúningur heima á Íslandi. „Þetta camp var alveg frábært og endaði hrikalega vel þar sem ég fór til Dublin í þrjár vikur. Heima var ég með mjög marga til að æfa á móti sem eru svipaðir og Alan sem hentar mjög vel. Svo eru allir orðnir betri heima sem er gott fyrir mig,“ segir Gunnar Nelson við íþróttadeild. Niðurskurðurinn gengur vel eins og alltaf en menn eru samt alltaf frekar hungraðir þegar nær dregur bardagakvöldinu. „Ég er alltaf nálægt þyngdinni þannig séð. Ég er orðinn nokkuð svangur núna. Ég hef ekkert borðað í dag og borðaði þrjár litlar máltíðir í gær. Þetta er samt lítið mál,“ segir hann. Alan Jouban er hættulegur andstæðingur þrátt fyrir að vera ekki inn á styrkleikalistanum eins og Gunnar en hvernig býst Gunnar við að Jouban komi inn í bardagann? „Hann mun væntanlega reyna að standa og slá og kýla. Hann er meiri boxari en glímumaður þannig að hann mun vafalítið reyna að halda bardaganum standandi og djöflast á kallinum,“ segir Gunnar Nelson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30
Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30
Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30
Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00
Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00
Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30