Dana: Það verður af þessum bardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 11:30 Dana White og Conor McGregor. vísir/getty Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum. „Ég trúi því að þeir muni berjast. Það verður erfitt að ná samningum með þessi stóru egó en það er bara svo mikið af peningum í húfi. Þess vegna get ég ekki ímyndað mér annað en að það verði af þessum bardaga,“ sagði Dana hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien. Ef af þessum risabardaga verður mun UFC fá stóra sneið af kökunni enda Conor á samningi hjá UFC og gerir ekki neitt nema með þeirra leyfi. UFC verður því að koma að málum. Báðir aðilar eru gráðugir og vilja fá 100 milljónir dollara í sinn hlut. Það eru um 11 milljarðar króna. Conor yrði þó að láta UFC fá sinn skerf af þeirri upphæð. Hermt var í vikunni að búið sé að taka T Mobile Arena í Las Vegas á leigu þann 10. júní fyrir bardagann. Ef það er satt eru samningaviðræður líklega lengra komnar en talið er. Eins og margir þá hefur Dana trú á því að Conor geti gert Mayweather lífið leitt í boxbardaga. „Conor er risastór. Hann er 27 ára og á hátindi ferilsins. Floyd er fertugur og hefur alltaf verið í vandræðum gegn örvhentum boxurum. Svo slær Conor ansi fast frá sér. Er hann hittir þá falla menn venjulega. Floyd mun ekki rota hann. Það er klárt. Ég er ekki að segja að Conor muni vinna en þetta verður mjög áhugavert,“ sagði Dana. MMA Tengdar fréttir Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast við Mayweather Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega. 17. febrúar 2017 15:30 Ef Conor er skynsamur lætur hann mig lemja sig áður en hann tapar í UFC Floyd Mayweather er mikið í því að skipa Conor McGregor fyrir þessa dagana. 6. mars 2017 15:30 Brandari að setja Conor og Mayweather í hringinn Oscar de la Hoya segir að Conor eigi enga möguleika gegn Mayweather í boxbardaga. 28. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum. „Ég trúi því að þeir muni berjast. Það verður erfitt að ná samningum með þessi stóru egó en það er bara svo mikið af peningum í húfi. Þess vegna get ég ekki ímyndað mér annað en að það verði af þessum bardaga,“ sagði Dana hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien. Ef af þessum risabardaga verður mun UFC fá stóra sneið af kökunni enda Conor á samningi hjá UFC og gerir ekki neitt nema með þeirra leyfi. UFC verður því að koma að málum. Báðir aðilar eru gráðugir og vilja fá 100 milljónir dollara í sinn hlut. Það eru um 11 milljarðar króna. Conor yrði þó að láta UFC fá sinn skerf af þeirri upphæð. Hermt var í vikunni að búið sé að taka T Mobile Arena í Las Vegas á leigu þann 10. júní fyrir bardagann. Ef það er satt eru samningaviðræður líklega lengra komnar en talið er. Eins og margir þá hefur Dana trú á því að Conor geti gert Mayweather lífið leitt í boxbardaga. „Conor er risastór. Hann er 27 ára og á hátindi ferilsins. Floyd er fertugur og hefur alltaf verið í vandræðum gegn örvhentum boxurum. Svo slær Conor ansi fast frá sér. Er hann hittir þá falla menn venjulega. Floyd mun ekki rota hann. Það er klárt. Ég er ekki að segja að Conor muni vinna en þetta verður mjög áhugavert,“ sagði Dana.
MMA Tengdar fréttir Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast við Mayweather Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega. 17. febrúar 2017 15:30 Ef Conor er skynsamur lætur hann mig lemja sig áður en hann tapar í UFC Floyd Mayweather er mikið í því að skipa Conor McGregor fyrir þessa dagana. 6. mars 2017 15:30 Brandari að setja Conor og Mayweather í hringinn Oscar de la Hoya segir að Conor eigi enga möguleika gegn Mayweather í boxbardaga. 28. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast við Mayweather Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega. 17. febrúar 2017 15:30
Ef Conor er skynsamur lætur hann mig lemja sig áður en hann tapar í UFC Floyd Mayweather er mikið í því að skipa Conor McGregor fyrir þessa dagana. 6. mars 2017 15:30
Brandari að setja Conor og Mayweather í hringinn Oscar de la Hoya segir að Conor eigi enga möguleika gegn Mayweather í boxbardaga. 28. febrúar 2017 23:30