Isavia fær þrjá Kia Soul EV rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 09:19 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, og Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, takast í hendur við afhendingu Kia Soul EV bílanna til Isavia. Isavia hefur fengið afhenda þrjá nýja Kia Soul EV rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru mjög umhverfismildir og hagkvæmir enda hreinir rafbílar. Kia Soul EV hefur 212 km drægni við bestu aðstæður. „Við erum spennt fyrir því að taka rafmagnsbíla í notkun við eftirlit innan flugvallarsvæðisins og teljum þá smellpassa við þarfir okkar. Auk þess mun notkun þeirra stuðla að minni útblæstri og þannig eru kaupin á þeim liður í því að minnka kolefnisspor starfseminnar á Keflavíkurflugvelli, en við höfum sett okkur markmið um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda umtalsvert í samræmi við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum," segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar. ,,Við hjá Öskju erum sannfærð um að Kia Soul EV bílarnir munu koma vel út í þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna hjá Isavia. Kia Soul EV hefur verið að standa sig mjög vel. Bílarnir eru allir með 7 ára ábyrgð og einnig rafhlöður þeirra. Þeir eru allir vel útbúnir m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV er einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda," segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Isavia hefur fengið afhenda þrjá nýja Kia Soul EV rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru mjög umhverfismildir og hagkvæmir enda hreinir rafbílar. Kia Soul EV hefur 212 km drægni við bestu aðstæður. „Við erum spennt fyrir því að taka rafmagnsbíla í notkun við eftirlit innan flugvallarsvæðisins og teljum þá smellpassa við þarfir okkar. Auk þess mun notkun þeirra stuðla að minni útblæstri og þannig eru kaupin á þeim liður í því að minnka kolefnisspor starfseminnar á Keflavíkurflugvelli, en við höfum sett okkur markmið um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda umtalsvert í samræmi við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum," segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar. ,,Við hjá Öskju erum sannfærð um að Kia Soul EV bílarnir munu koma vel út í þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna hjá Isavia. Kia Soul EV hefur verið að standa sig mjög vel. Bílarnir eru allir með 7 ára ábyrgð og einnig rafhlöður þeirra. Þeir eru allir vel útbúnir m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV er einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda," segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri flotasölu Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent