Flugdólgur í flugvél WOW air lét öllum illum látum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Erfiðlega gekk að róa manninn niður og var því ákveðið að kalla til lögreglu. Lögregla kom um borð í vélina við lendingu á Keflavíkurflugvelli og handtók manninn. vísir/garðar k. Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17