Southgate: Þurfum að komast af þessari eyju og læra af öðrum Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 11:30 Gareth Soutgate mætir Þýskalandi á morgun. vísir/getty Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld sem fullgildur stjóri þess en eftir fjóra leiki sem bráðabirgðastjóri liðsins var fékk hann varanlegan samning. Fyrsta verkefnið er vináttulandsleikur gegn Þýskalandi í Dortmund en þýska liðið er ríkjandi heimsmeistari og þykir töluvert betra en það enska. Southgate segir forsvarsmenn enska boltans vera komna af stað með verkefni sem á að gera það að verkum að nær dregur á milli enska og þýska liðsins í framtíðinni en hann viðurkennir að Englendingar verði að horfa út fyrir England þegar kemur að fótboltaþekkingu. „Það er mikið verk eftir óunnið hjá okkur þegar kemur til dæmis að því hvernig tengslin á milli þýska knattspyrnusambandsins og þýsku 1. deildarinnar eru. Þau eru virkiiega sterk. Ungir leikmenn fá tækifæri til að spila í Þýskalandi. Þar í landi trúa allir á að það skili sér en það kemur líka til vegna eignarhalds félaganna,“ segir Southgate. „Til að koma fólki í skilning um hversu mikill munurinn er þá frestaði þýska deildin upphafi síðustu leiktíðar vegna þess að þýskt landslið var á Ólympíuleikunum. Við komum ekki einu sinni liði á Ólympíuleikana. Þetta er samvinnan þeirra.“ „Við erum öðruvísi. Við þurfum að komast af þessari eyju og læra af öðrum. Við höfum okkar miklu styrkleika og ef við getum blandað þeim saman við styrkleika annarra getum við orðið betri en allir. Það er samt langur vegur framundan,“ segir Gareth Southgate. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Gareth Southgate stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld sem fullgildur stjóri þess en eftir fjóra leiki sem bráðabirgðastjóri liðsins var fékk hann varanlegan samning. Fyrsta verkefnið er vináttulandsleikur gegn Þýskalandi í Dortmund en þýska liðið er ríkjandi heimsmeistari og þykir töluvert betra en það enska. Southgate segir forsvarsmenn enska boltans vera komna af stað með verkefni sem á að gera það að verkum að nær dregur á milli enska og þýska liðsins í framtíðinni en hann viðurkennir að Englendingar verði að horfa út fyrir England þegar kemur að fótboltaþekkingu. „Það er mikið verk eftir óunnið hjá okkur þegar kemur til dæmis að því hvernig tengslin á milli þýska knattspyrnusambandsins og þýsku 1. deildarinnar eru. Þau eru virkiiega sterk. Ungir leikmenn fá tækifæri til að spila í Þýskalandi. Þar í landi trúa allir á að það skili sér en það kemur líka til vegna eignarhalds félaganna,“ segir Southgate. „Til að koma fólki í skilning um hversu mikill munurinn er þá frestaði þýska deildin upphafi síðustu leiktíðar vegna þess að þýskt landslið var á Ólympíuleikunum. Við komum ekki einu sinni liði á Ólympíuleikana. Þetta er samvinnan þeirra.“ „Við erum öðruvísi. Við þurfum að komast af þessari eyju og læra af öðrum. Við höfum okkar miklu styrkleika og ef við getum blandað þeim saman við styrkleika annarra getum við orðið betri en allir. Það er samt langur vegur framundan,“ segir Gareth Southgate.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira