Innlent

Velkomin á nýjan Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ritstjórn Vísis.
Ritstjórn Vísis. Vísir/Eyþór
Vísir fagnar í dag 1. apríl 19 ára afmæli sínu (dagsatt) og býður um leið lesendur sína velkomna á nýjan vef, sjöundu útgáfu af Vísi.

Saga Vísis er rakin ítarlega í grein sem birtist á vefnum í morgun þar sem blaðamenn frá ólíkum tímum eru í hlutverki sögumanna en óhætt er að segja að margt hafi breyst á þessum tæpu tveimur áratugum.

Að neðan má sjá sjónvarpsauglýsinguna fyrir vefmiðilinn Vísi frá árinu 1998 fyrir nítján árum. Já, nítján árum.

Fyrstur með fréttirnar

Slagorð Vísis er „fyrstur með fréttirnar“ og er það markmið blaðamanna Vísis að lesendur fái skýrar og vel framsettar fréttir þeim til upplýsingar en einnig yndisauka. Lesendur Vísis eru af öllum kynjum og ólíkum aldri en markmiðið er að allir geti fundið frétta- eða afþreyingarefni við sitt hæfi á vefnum.

Við treystum á góð samskipti við ykkur, lesendur góðir, en margar fréttir rekja uppruna sinn til góðra ábendinga utan úr bæ. Fögnum við þeim ásamt ábendingum um það sem betur má fara og minnum á að fulls trúnaðar er gætt þegar kemur að fréttaskotum. 

Er minnt á netfangið [email protected] og sömuleiðis Facebook-síðu Vísis sem tæplega 70 þúsund Íslendingar fylgja.​


Tengdar fréttir

Tímamót í 19 ára sögu Vísis

Stiklað á stóru í sögu Vísis sem fagnar 19 ára afmæli þann 1. apríl næstkomandi. Tímamótunum verður fagnað með nýrri uppfærslu á Vísi og hvetjum við lesendur til að fylgjast vel með á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×