Sparsemi og baklandið tryggðu fyrstu fasteignakaupin Íslandsbanki kynnir 9. apríl 2017 19:00 Sunna Ósk og Sighvatur keyptu íbúð árið 2012. Sunna Ósk Ómarsdóttir og Sighvatur Halldórsson stunduðu bæði nám í Danmörku og lifðu á námslánum. Með ítrustu sparsemi, vinnu og aðstoð frá baklandinu gátu þau keypt sína fyrstu fasteign. Þau mæla með að byrja sem fyrst að spara, leita sér ráðgjafar og að gera ekki of miklar kröfur í byrjun. „Við vorum bæði í námi í Danmörku 2007 - 2010 og vorum bæði á námslánum,“ segir Sunna Ósk. „Það var þannig hjá LÍN að við fengum lánsfjárhæðina í íslenskum krónum, síðan þegar hrunið varð þá lækkaði sú fjárhæð bara og lækkaði, þá var námslánunum breytt í danskar krónur og við fengum ákveðna fjárhæð á mánuði, sem leiddi til þess að LÍN lánin hækkuðu. Sunna Ósk og Sighvatur ákveða hins vegar að líta svo á að námslánin hafi verið fjárfesting í námi þeirra og öðru. Og þrátt fyrir að stunda bæði nám náðu þau að spara.Íbúðin sem Sunna Ósk og Sighvatur bjuggu í í 3 ár í Danmörku, myndin sýnir aðalrými hennar: eldhús og stofu. Sunna Ósk tók myndina þegar þau voru að flytja heim aftur.„Við leigðum ekki í Kaupmannahöfn og við vitum að margir sem gerðu það á þessum tíma lentu í fjárhagsvandræðum,“ segir Sunna Ósk. „Við leigðum á lægra verði á Suður-Jótlandi og bjuggum þar tvö saman í pínulítilli íbúð, um það bil 35 fermetrum, í þrjú ár. Við skömmtuðum okkur pening vikulega og fórum út í búð með ákveðna fjárhæð og vasareikni, svo vorum við komin upp í upphæðina og gátum þá ekki verslað meira í það skipti.“ Þegar þau komu aftur heim til Íslands árið 2010 fór Sighvatur í nám í Listaháskólanum, Sunna Ósk kláraði sitt nám næstu sex mánuði og fór svo á vinnumarkaðinn. „Við giftum okkur eftir að við komum heim og vorum búin að safna fyrir brúðkaupinu í þrjú ár,“ segir Sunna Ósk.Fyrsta fasteignin ekki í draumahverfinu Sunna Ósk og Sighvatur sáu alltaf fyrir sér að búa í Mosfellsbæ. En það voru foreldrar Sighvats sem byrjuðu að skoða íbúðir með þau í huga og bentu þeim á íbúð í Grafarvogi. „Grafarvogur var ódýrara hverfi en Mosfellsbær,þetta er rosalega fín íbúð og við gátum ekki keypt stærra eða dýrara,“ segir Sunna Ósk en þau keyptu íbúðina sína 2012. „Við áttum smá sparnað sjálf og síðan eigum við gott bakland og foreldrar okkar og afar og ömmur hjálpuðu okkur til að eiga fyrir útborgun.“Sunna Ósk og Sighvatur 2009 meðan þau voru búsett í Danmörku.Sunna Ósk og Sighvatur eru með ráð til ungs fólks sem hyggur á fasteignakaup. „Í fyrsta lagi að reyna að vera í þannig aðstæðum að geta safnað, vera sem lengst heima hjá foreldrum ef það er í boði. Ekki drífa sig að kaupa, bara til að kaupa. Í öðru lagi að passa sig að vera ekki með of miklar kröfur, en samt að vera sáttur þar sem maður býr. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill,“ segir Sunna Ósk. Þau ráðleggja ungu fólki að byrja strax að spara, jafnvel strax við fermingu þegar mörg fermingarbörn fá mikla fjármuni að gjöf. „Við eyddum öllum fermingarpeningunum okkar um leið,“ segir Sunna Ósk. „Annað en mágkona mín sem ávaxtaði sína fermingarpeninga inni á framtíðarreikningi, sá peningur var síðan byrjun upp í sparnað fyrir hennar fyrstu íbúð sem hún hefur nýlega fest kaup á. „Byrjaðu bara nógu snemma að spara og eins ættu foreldrar að fræða börnin sín og kenna þeim að fara rétt með peninga.“Þetta var saga Sunnu Óskar og Sighvats, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira
Sunna Ósk Ómarsdóttir og Sighvatur Halldórsson stunduðu bæði nám í Danmörku og lifðu á námslánum. Með ítrustu sparsemi, vinnu og aðstoð frá baklandinu gátu þau keypt sína fyrstu fasteign. Þau mæla með að byrja sem fyrst að spara, leita sér ráðgjafar og að gera ekki of miklar kröfur í byrjun. „Við vorum bæði í námi í Danmörku 2007 - 2010 og vorum bæði á námslánum,“ segir Sunna Ósk. „Það var þannig hjá LÍN að við fengum lánsfjárhæðina í íslenskum krónum, síðan þegar hrunið varð þá lækkaði sú fjárhæð bara og lækkaði, þá var námslánunum breytt í danskar krónur og við fengum ákveðna fjárhæð á mánuði, sem leiddi til þess að LÍN lánin hækkuðu. Sunna Ósk og Sighvatur ákveða hins vegar að líta svo á að námslánin hafi verið fjárfesting í námi þeirra og öðru. Og þrátt fyrir að stunda bæði nám náðu þau að spara.Íbúðin sem Sunna Ósk og Sighvatur bjuggu í í 3 ár í Danmörku, myndin sýnir aðalrými hennar: eldhús og stofu. Sunna Ósk tók myndina þegar þau voru að flytja heim aftur.„Við leigðum ekki í Kaupmannahöfn og við vitum að margir sem gerðu það á þessum tíma lentu í fjárhagsvandræðum,“ segir Sunna Ósk. „Við leigðum á lægra verði á Suður-Jótlandi og bjuggum þar tvö saman í pínulítilli íbúð, um það bil 35 fermetrum, í þrjú ár. Við skömmtuðum okkur pening vikulega og fórum út í búð með ákveðna fjárhæð og vasareikni, svo vorum við komin upp í upphæðina og gátum þá ekki verslað meira í það skipti.“ Þegar þau komu aftur heim til Íslands árið 2010 fór Sighvatur í nám í Listaháskólanum, Sunna Ósk kláraði sitt nám næstu sex mánuði og fór svo á vinnumarkaðinn. „Við giftum okkur eftir að við komum heim og vorum búin að safna fyrir brúðkaupinu í þrjú ár,“ segir Sunna Ósk.Fyrsta fasteignin ekki í draumahverfinu Sunna Ósk og Sighvatur sáu alltaf fyrir sér að búa í Mosfellsbæ. En það voru foreldrar Sighvats sem byrjuðu að skoða íbúðir með þau í huga og bentu þeim á íbúð í Grafarvogi. „Grafarvogur var ódýrara hverfi en Mosfellsbær,þetta er rosalega fín íbúð og við gátum ekki keypt stærra eða dýrara,“ segir Sunna Ósk en þau keyptu íbúðina sína 2012. „Við áttum smá sparnað sjálf og síðan eigum við gott bakland og foreldrar okkar og afar og ömmur hjálpuðu okkur til að eiga fyrir útborgun.“Sunna Ósk og Sighvatur 2009 meðan þau voru búsett í Danmörku.Sunna Ósk og Sighvatur eru með ráð til ungs fólks sem hyggur á fasteignakaup. „Í fyrsta lagi að reyna að vera í þannig aðstæðum að geta safnað, vera sem lengst heima hjá foreldrum ef það er í boði. Ekki drífa sig að kaupa, bara til að kaupa. Í öðru lagi að passa sig að vera ekki með of miklar kröfur, en samt að vera sáttur þar sem maður býr. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill,“ segir Sunna Ósk. Þau ráðleggja ungu fólki að byrja strax að spara, jafnvel strax við fermingu þegar mörg fermingarbörn fá mikla fjármuni að gjöf. „Við eyddum öllum fermingarpeningunum okkar um leið,“ segir Sunna Ósk. „Annað en mágkona mín sem ávaxtaði sína fermingarpeninga inni á framtíðarreikningi, sá peningur var síðan byrjun upp í sparnað fyrir hennar fyrstu íbúð sem hún hefur nýlega fest kaup á. „Byrjaðu bara nógu snemma að spara og eins ættu foreldrar að fræða börnin sín og kenna þeim að fara rétt með peninga.“Þetta var saga Sunnu Óskar og Sighvats, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira