Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2017 09:00 Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30