Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:30 Grindvíkingurinn Dagur Kár hefur verið sínum gömlu félögum erfiður. vísir/ernir Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. Fyrri hálfleikur var ójafn á allan hátt. Grindvíkingar voru miklu grimmari á báðum endum vallarins og Stjörnumenn hefðu ekki hitt hafið þó þeir hefðu staðið á ströndinni. Þeir hittu úr einu af tólf skotum inni í teig í fyrsta leikhluta og í hálfleik var hittnin utan af velli ekki nema 26%. Grindvíkingar sýndu hins vegar að þeir hafa alla burði til að gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Þeir börðust eins og ljón og hittu þar að auki vel. Lewis Clinch byrjaði frábærlega og skoraði 10 af fyrstu 12 stigum gestanna og þar að auki var Dagur Kár Jónsson í miklu stuði. Varnarleikurinn var frábær og lykilmenn Grindavíkur virkuðu hræddir og voru engan veginn tilbúnir í þessa baráttu. Hrafn Kristjánsson reyndi hvað hann gat til að bæta leik sinna manna en ekkert gekk. Hans menn voru í stökustu vandræðum gegn sterkri vörn Grindavíkur og Hlynur Bæringsson, sem skoraði 32 stig í öðrum leik liðanna, skoraði ekki utan af velli í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 52-29 fyrir Grindavík, 23 stiga munur og heimamenn heillum horfnir. Í þriðja leikhluta náðu Stjörnumenn aðeins að bæta vörnina hjá sér en voru áfram í vandræðum sóknarlega. Hlynur Bæringsson var enn ekki kominn með körfu utan af velli og munaði um minna. Staðan að loknum 3.leikhluta var 51-74 og Grindvíkingar með sigurinn í hendi sér. Hafi Stjörnumenn haft einverja von í brjósti um endurkomu var hún endanlega slökkt í upphafi 4.leikhluta. Lewis Clinch varði skot frá Eysteini og síðan fylgdu 8 stig í röð frá gestunum og staðan orðin 83-51. Eftir það var þetta einungis spurning um hve munurinn yrði mikill. Grindvíkingar héldu áfram að raða niður þristum og voru farnir að fagna á pöllunum langt fyrir leikslok. Lokatölur urðu 104-69 og algjör yfirburðasigur Grindavíkur í höfn sem og sæti í úrslitum. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur gestanna með 23 stig, Þorsteinn Finnbogason skoraði 22 og Lewis Clinch 21. Hjá Stjörnunni skoraði Eysteinn Bjarni Ævarsson 13 stig og Tómas Þórður Hilmarsson og Anthony Odunsi 11 hvor.Af hverju vann Grindavík?Þeir voru einfaldlega miklu grimmari í dag og uppskáru eftir því. Fyrri hálfleikurinn var frábær og þar lögðu þeir grunninn að sigrinum. Jóhann Ólafsson þjálfari er greinilega að ná að toppa með liðið á réttu tíma og hefur komið varnarleiknum í gott stand. Stjörnumenn virtust ekki hafa trú á verkefninu. Þeir hittu afar illa og lykilmenn þeirra brugðust. Stjarnan ætlaði sér stóra hluti í vetur og það eru mikil vonbrigði í Garðabænum að vera sópað úr leik í undanúrslitum. Nái Grindvíkingar að halda áfram þessum leik eru þeir til alls líklegir í úrslitaeinvíginu, hvort sem þeir mæta KR eða Keflavík.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var frábær hjá Grindvík bæði í vörn og sókn. Dagur Kár Jónsson átti sömuleiðis frábæran leik og þá kom Þorsteinn Finnbogason inn á frábæran hátt og raðaði niður körfum. Bræðurnir Ólafur og Þorleifur Ólafssynir höfðu sig lítið í frammi sóknarlega en voru sterkir í vörn. Hjá Stjörnunni er ekki hægt að taka neinn út sem átti góðan leik. Þeir lentu einfaldlega á vegg og áttu ekkert meira skilið úr leiknum í dag.Áhugaverð tölfræði:Hittnin hjá Stjörnunni var skelfileg í dag. Þeir hittu ekki nema 31% utan af velli og þar af 34% innan við þriggja stiga línuna. Hlynur Bæringsson skoraði ekki körfu utan af velli og var alls 0 af 11 í skotum. Þrátt fyrir 35 stiga tap þá vann Stjarnan frákastabaráttuna 51-46. Grindavík setti niður 17 þrista í leiknum og Lewis, Dagur, Þorsteinn Nökkvi og Ingvi voru allir með betri en 50% nýtingu utan við þriggja stiga línuna. Stjarnan var með 21 tapaðan bolta í dag gegn 10 slíkum hjá Grindavík.Hvað gekk illa?Það gekk svo gott sem allt illa hjá Stjörnunni í dag. Þeir hittu illa og voru fyrst og fremst illa stemmdir. Þeir virðast ekki hafa jafnað sig á áfallinu eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í þessu einvígi og voru einfaldlega ekki mættir í dag. Andlega hliðin er klárlega eitthvað sem Hrafn þjálfari þarf að vinna í verði hann áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Jóhann: Langar að prófa KRJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur virðist vera að ná að toppa með lið Grindavíkur á rétum tíma.Vísir/ErnirJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í kvöld. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hrafn: Mega allir líta í eigin barm og skammast sínHrafn var svekktur eftir leik en segist vilja halda áfram þjálfun Stjörnunnar.Vísir/ErnirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var skiljanlega afar vonsvikinn eftir leikinn í dag og sagði það óafsakanlegt að liðið hafi sýnt þá frammistöðu sem það sýndi í dag. „Það er erfitt að tjá sig vitrænt um svona frammistöðu. Það dylst það engum að við komum mjög illa inn í þetta einvígi og náðum aldrei að rétta okkur af eftir að þeir veittu okkur fyrsta áfallið. Ég held að of fast að orði kveðið að allir sem að þessu komu megi líta í eigin barm og skammast sín fyrir það sem við buðum uppá,“ sagði Hrafn Kristjánsson í samtali við Vísi eftir leik. Hittni Stjörnunnar var skelfileg í dag og hans menn virtust einfaldlega ekki hafa trú á því að skotin væru að detta. Á meðan var hins vegar veisla hjá Grindvíkingum þar sem hvert skotið á fætur öðru rataði rétta leið. „Í byrjun tímabils þá voru þessir skotmenn mínir oft að hitta þessum skotum. Við áttum leiki þar sem datt allt ofan í og það hefur held ég meira að segja hvernig viðkomandi leikmönnum líður þegar þeir fara upp í skotið. Andlega virtumst við vera slegnir frá fyrsta leik og mér tókst ekki að rétta það af. Mér fannst við líta vel í aðdraganda bæði annars og þriðja leiksins en þegar skóinn kreppur þá sést að liðinu leið mjög illa á vellinum.“ Stjarnan hefur á að skipa reynslumiklum mönnum í sínu liði en það virtist ekki hjálpa þeim þegar á reyndi einvíginu. „Við erum með töluvert reynslumikið lið og leikmenn sem hafa verið í þessu áður. Einhverjir hafa verið lengi í boltanum en ekki farið svona langt. Ég held að liðið hafi ekki komið rétt innstillt í fyrsta leik og að hann hafi stuðað menn mikið. Svipað og boxari sem fær einn á kjammann og kemst ekki á lappirnar aftur.“ „Ég held að það sé hollt fyrir okkur alla, bæði okkur í jakkafötunum og þá sem voru í búning, að greina hvernig svona getur gerst og hvernig hægt er að leiðrétta svona hluti.“ Hrafn er með samning við Stjörnuna áfram á næsta ári og ef hann fær að ráða mun hann vera við stjórnvölinn í Garðabæ á næsta tímabili. „Það eru allir samningar á Íslandi með uppsagnarákvæði á vorin og minn er sannarlega þannig líka. Ég vona innilega að ég fái að halda áfram, ég vil hvergi annars staðar vera. Mér hefur þótt vænt um þennan tíma hér hingað til. Nú hugsa ég að það verði sest niður með mér fyrr en seinna og farið yfir hlutina. Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem ég vinn fyrir, fyrir stuðningsmönnum og Garðabæ almennt og tek hverju sem kemur af virðingu,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Clinch: Við efuðumst aldreiLewis Clinch Jr. var frábær í einvíginu gegn Stjörnunni.Lewis Clinch Jr. leikmaður Grindavíkur var frábær í einvíginu gegn Stjörnunni, bæði í vörn og sókn. Hann var mjög ánægður með hvernig lið Grindavíkur hefur bætt sig í vetur. „Við efuðumst aldrei. Við mætum ekki of öruggir og bjuggumst við að þetta yrði einfalt. Við einbeittum okkur að því sem við höfum gert vel í einvíginu. Við tökum ofan fyrir Stjörnunni, þeir eru með flotta þjálfara og góða leikmenn, en okkur langaði að vinna. Þegar maður er kominn í úrslitakeppnina langar mann að vinna, ekki bara vera með. Að vera komnir alla leið hingað er eitthvað sem við stefndum á,“ sagði Clinch í samtali við Vísi eftir að leik lauk í Ásgarði í kvöld. Grindavík átti erfitt með að ná upp stöðugleika í leik sínum í vetur en í úrslitakeppninni hefur liðið hins vegar leikið vel í flestum leikjum og sópuðu svo Stjörnunni út núna í undanúrslitum. „Við erum sífellt að læra, jafnvel á þessu stigi þar sem við reynum að vera betri með hverjum leik. Hverjum sem við mætum í úrslitum þá verður það gott lið og við viljum vera betri. Við þurfum að vera vel undirbúnir því við mætum góðu liði í úrslitum,“ bætti Clinch við. Hann sagði að það væri sama hvaða liði þeir myndu mæta í úrslitum, þá yrði það ávallt frábært einvígi tveggja góðra liða. „Við viljum einbeita okkur að okkar leik og því sem við gerum vel. Keflavík eru erkifjendur okkar en KR hefur unnið þrjá titla í röð þannig að ef við vinnum í úrslitum verður það frábær sigur sama hvað. Ég tapaði fyrir KR í úrslitum þegar ég spilaði hér síðast og að vera kominn aftur þangað og mögulega mæta þeim, það gæti verið áhugavert,“ sagði Lewis Clinch Jr. að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira
Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. Fyrri hálfleikur var ójafn á allan hátt. Grindvíkingar voru miklu grimmari á báðum endum vallarins og Stjörnumenn hefðu ekki hitt hafið þó þeir hefðu staðið á ströndinni. Þeir hittu úr einu af tólf skotum inni í teig í fyrsta leikhluta og í hálfleik var hittnin utan af velli ekki nema 26%. Grindvíkingar sýndu hins vegar að þeir hafa alla burði til að gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Þeir börðust eins og ljón og hittu þar að auki vel. Lewis Clinch byrjaði frábærlega og skoraði 10 af fyrstu 12 stigum gestanna og þar að auki var Dagur Kár Jónsson í miklu stuði. Varnarleikurinn var frábær og lykilmenn Grindavíkur virkuðu hræddir og voru engan veginn tilbúnir í þessa baráttu. Hrafn Kristjánsson reyndi hvað hann gat til að bæta leik sinna manna en ekkert gekk. Hans menn voru í stökustu vandræðum gegn sterkri vörn Grindavíkur og Hlynur Bæringsson, sem skoraði 32 stig í öðrum leik liðanna, skoraði ekki utan af velli í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 52-29 fyrir Grindavík, 23 stiga munur og heimamenn heillum horfnir. Í þriðja leikhluta náðu Stjörnumenn aðeins að bæta vörnina hjá sér en voru áfram í vandræðum sóknarlega. Hlynur Bæringsson var enn ekki kominn með körfu utan af velli og munaði um minna. Staðan að loknum 3.leikhluta var 51-74 og Grindvíkingar með sigurinn í hendi sér. Hafi Stjörnumenn haft einverja von í brjósti um endurkomu var hún endanlega slökkt í upphafi 4.leikhluta. Lewis Clinch varði skot frá Eysteini og síðan fylgdu 8 stig í röð frá gestunum og staðan orðin 83-51. Eftir það var þetta einungis spurning um hve munurinn yrði mikill. Grindvíkingar héldu áfram að raða niður þristum og voru farnir að fagna á pöllunum langt fyrir leikslok. Lokatölur urðu 104-69 og algjör yfirburðasigur Grindavíkur í höfn sem og sæti í úrslitum. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur gestanna með 23 stig, Þorsteinn Finnbogason skoraði 22 og Lewis Clinch 21. Hjá Stjörnunni skoraði Eysteinn Bjarni Ævarsson 13 stig og Tómas Þórður Hilmarsson og Anthony Odunsi 11 hvor.Af hverju vann Grindavík?Þeir voru einfaldlega miklu grimmari í dag og uppskáru eftir því. Fyrri hálfleikurinn var frábær og þar lögðu þeir grunninn að sigrinum. Jóhann Ólafsson þjálfari er greinilega að ná að toppa með liðið á réttu tíma og hefur komið varnarleiknum í gott stand. Stjörnumenn virtust ekki hafa trú á verkefninu. Þeir hittu afar illa og lykilmenn þeirra brugðust. Stjarnan ætlaði sér stóra hluti í vetur og það eru mikil vonbrigði í Garðabænum að vera sópað úr leik í undanúrslitum. Nái Grindvíkingar að halda áfram þessum leik eru þeir til alls líklegir í úrslitaeinvíginu, hvort sem þeir mæta KR eða Keflavík.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var frábær hjá Grindvík bæði í vörn og sókn. Dagur Kár Jónsson átti sömuleiðis frábæran leik og þá kom Þorsteinn Finnbogason inn á frábæran hátt og raðaði niður körfum. Bræðurnir Ólafur og Þorleifur Ólafssynir höfðu sig lítið í frammi sóknarlega en voru sterkir í vörn. Hjá Stjörnunni er ekki hægt að taka neinn út sem átti góðan leik. Þeir lentu einfaldlega á vegg og áttu ekkert meira skilið úr leiknum í dag.Áhugaverð tölfræði:Hittnin hjá Stjörnunni var skelfileg í dag. Þeir hittu ekki nema 31% utan af velli og þar af 34% innan við þriggja stiga línuna. Hlynur Bæringsson skoraði ekki körfu utan af velli og var alls 0 af 11 í skotum. Þrátt fyrir 35 stiga tap þá vann Stjarnan frákastabaráttuna 51-46. Grindavík setti niður 17 þrista í leiknum og Lewis, Dagur, Þorsteinn Nökkvi og Ingvi voru allir með betri en 50% nýtingu utan við þriggja stiga línuna. Stjarnan var með 21 tapaðan bolta í dag gegn 10 slíkum hjá Grindavík.Hvað gekk illa?Það gekk svo gott sem allt illa hjá Stjörnunni í dag. Þeir hittu illa og voru fyrst og fremst illa stemmdir. Þeir virðast ekki hafa jafnað sig á áfallinu eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í þessu einvígi og voru einfaldlega ekki mættir í dag. Andlega hliðin er klárlega eitthvað sem Hrafn þjálfari þarf að vinna í verði hann áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. Jóhann: Langar að prófa KRJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur virðist vera að ná að toppa með lið Grindavíkur á rétum tíma.Vísir/ErnirJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í kvöld. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hrafn: Mega allir líta í eigin barm og skammast sínHrafn var svekktur eftir leik en segist vilja halda áfram þjálfun Stjörnunnar.Vísir/ErnirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var skiljanlega afar vonsvikinn eftir leikinn í dag og sagði það óafsakanlegt að liðið hafi sýnt þá frammistöðu sem það sýndi í dag. „Það er erfitt að tjá sig vitrænt um svona frammistöðu. Það dylst það engum að við komum mjög illa inn í þetta einvígi og náðum aldrei að rétta okkur af eftir að þeir veittu okkur fyrsta áfallið. Ég held að of fast að orði kveðið að allir sem að þessu komu megi líta í eigin barm og skammast sín fyrir það sem við buðum uppá,“ sagði Hrafn Kristjánsson í samtali við Vísi eftir leik. Hittni Stjörnunnar var skelfileg í dag og hans menn virtust einfaldlega ekki hafa trú á því að skotin væru að detta. Á meðan var hins vegar veisla hjá Grindvíkingum þar sem hvert skotið á fætur öðru rataði rétta leið. „Í byrjun tímabils þá voru þessir skotmenn mínir oft að hitta þessum skotum. Við áttum leiki þar sem datt allt ofan í og það hefur held ég meira að segja hvernig viðkomandi leikmönnum líður þegar þeir fara upp í skotið. Andlega virtumst við vera slegnir frá fyrsta leik og mér tókst ekki að rétta það af. Mér fannst við líta vel í aðdraganda bæði annars og þriðja leiksins en þegar skóinn kreppur þá sést að liðinu leið mjög illa á vellinum.“ Stjarnan hefur á að skipa reynslumiklum mönnum í sínu liði en það virtist ekki hjálpa þeim þegar á reyndi einvíginu. „Við erum með töluvert reynslumikið lið og leikmenn sem hafa verið í þessu áður. Einhverjir hafa verið lengi í boltanum en ekki farið svona langt. Ég held að liðið hafi ekki komið rétt innstillt í fyrsta leik og að hann hafi stuðað menn mikið. Svipað og boxari sem fær einn á kjammann og kemst ekki á lappirnar aftur.“ „Ég held að það sé hollt fyrir okkur alla, bæði okkur í jakkafötunum og þá sem voru í búning, að greina hvernig svona getur gerst og hvernig hægt er að leiðrétta svona hluti.“ Hrafn er með samning við Stjörnuna áfram á næsta ári og ef hann fær að ráða mun hann vera við stjórnvölinn í Garðabæ á næsta tímabili. „Það eru allir samningar á Íslandi með uppsagnarákvæði á vorin og minn er sannarlega þannig líka. Ég vona innilega að ég fái að halda áfram, ég vil hvergi annars staðar vera. Mér hefur þótt vænt um þennan tíma hér hingað til. Nú hugsa ég að það verði sest niður með mér fyrr en seinna og farið yfir hlutina. Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem ég vinn fyrir, fyrir stuðningsmönnum og Garðabæ almennt og tek hverju sem kemur af virðingu,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Clinch: Við efuðumst aldreiLewis Clinch Jr. var frábær í einvíginu gegn Stjörnunni.Lewis Clinch Jr. leikmaður Grindavíkur var frábær í einvíginu gegn Stjörnunni, bæði í vörn og sókn. Hann var mjög ánægður með hvernig lið Grindavíkur hefur bætt sig í vetur. „Við efuðumst aldrei. Við mætum ekki of öruggir og bjuggumst við að þetta yrði einfalt. Við einbeittum okkur að því sem við höfum gert vel í einvíginu. Við tökum ofan fyrir Stjörnunni, þeir eru með flotta þjálfara og góða leikmenn, en okkur langaði að vinna. Þegar maður er kominn í úrslitakeppnina langar mann að vinna, ekki bara vera með. Að vera komnir alla leið hingað er eitthvað sem við stefndum á,“ sagði Clinch í samtali við Vísi eftir að leik lauk í Ásgarði í kvöld. Grindavík átti erfitt með að ná upp stöðugleika í leik sínum í vetur en í úrslitakeppninni hefur liðið hins vegar leikið vel í flestum leikjum og sópuðu svo Stjörnunni út núna í undanúrslitum. „Við erum sífellt að læra, jafnvel á þessu stigi þar sem við reynum að vera betri með hverjum leik. Hverjum sem við mætum í úrslitum þá verður það gott lið og við viljum vera betri. Við þurfum að vera vel undirbúnir því við mætum góðu liði í úrslitum,“ bætti Clinch við. Hann sagði að það væri sama hvaða liði þeir myndu mæta í úrslitum, þá yrði það ávallt frábært einvígi tveggja góðra liða. „Við viljum einbeita okkur að okkar leik og því sem við gerum vel. Keflavík eru erkifjendur okkar en KR hefur unnið þrjá titla í röð þannig að ef við vinnum í úrslitum verður það frábær sigur sama hvað. Ég tapaði fyrir KR í úrslitum þegar ég spilaði hér síðast og að vera kominn aftur þangað og mögulega mæta þeim, það gæti verið áhugavert,“ sagði Lewis Clinch Jr. að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira