Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. apríl 2017 12:30 Max Verstappen var bestur í bleytunni í dag. Vísir/Getty Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst.Fyrri æfingin Felipe Massa á Williams varð annar fljótastur, rúmlega einni og hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Æfingin var afar óvenjuleg, Kevin Magnussen á Renault fór lengst allra eða átta hringi. Æfingin var stöðvuð tvisvar vegna þess að veðurskilyrðin voru þannig að sjúkraþyrlan hefði ekki getað flogið ef hún hefði þurft þess. Slíkar aðstæður gera það næstum alltaf að verkum að umferð á brautinni er stöðvuð í Formúlu 1. Eina undantekningin er ef hægt er að aka á næsta sjúkrahús á innan við 20 mínútum, sem er ekki tilfellið frá brautinni í Sjanghæ.Lance Stroll sýndi að hann kann að aka í rigningunni í morgun. Hins vegar þurftu ökumenn að sætta sig við að bíða lengi í bílunum.Vísir/GettySeinni æfingin Æfingunni var aflýst vegna þess að sjúkraþyrlan gat ekki flogið. Skyggni var of lítið. Bílarnir hefðu getað ekið um brautina. Síðast var æfingu í Formúlu 1 aflýst í Austin, Texas 2015 vegna þess að rigningin var of mikil til að senda bílana út á brautina. Bein útsending frá tímatökunni fyrir keppnina í Kína hefst klukkan 6:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst.Fyrri æfingin Felipe Massa á Williams varð annar fljótastur, rúmlega einni og hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Æfingin var afar óvenjuleg, Kevin Magnussen á Renault fór lengst allra eða átta hringi. Æfingin var stöðvuð tvisvar vegna þess að veðurskilyrðin voru þannig að sjúkraþyrlan hefði ekki getað flogið ef hún hefði þurft þess. Slíkar aðstæður gera það næstum alltaf að verkum að umferð á brautinni er stöðvuð í Formúlu 1. Eina undantekningin er ef hægt er að aka á næsta sjúkrahús á innan við 20 mínútum, sem er ekki tilfellið frá brautinni í Sjanghæ.Lance Stroll sýndi að hann kann að aka í rigningunni í morgun. Hins vegar þurftu ökumenn að sætta sig við að bíða lengi í bílunum.Vísir/GettySeinni æfingin Æfingunni var aflýst vegna þess að sjúkraþyrlan gat ekki flogið. Skyggni var of lítið. Bílarnir hefðu getað ekið um brautina. Síðast var æfingu í Formúlu 1 aflýst í Austin, Texas 2015 vegna þess að rigningin var of mikil til að senda bílana út á brautina. Bein útsending frá tímatökunni fyrir keppnina í Kína hefst klukkan 6:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15
FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45