Mass Effect Andromeda: Átakamikil leit að nýju heimili Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2017 11:45 Eftir að hafa varið tæplega 70 klukkustundum í Andromeda stjörnuþokunni er ég sáttur, en guð minn góður hvað þetta tók stundum á. Það að er hægt að segja margt um Mass Effect: Andromeda. Mikið af því er gott, en uppfylliefni og aragrúi galla draga leikinn niður. Sögusvið leiksins er á þá leið að stór hópur manna og bandamanna þeirra tóku þá ákvörðun að yfirgefa stjörnuþokuna okkar, sofa í sex hundruð ár og ferðast til Andromeda stjörnuþokunnar og byggja þar heimili. Það gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig og Ryder fjölskyldan og hetjur Mass Effect: Andromeda þurfa að grípa inn í og reyna að bjarga málunum. Spilarar ráða því hvort þeir spila sem Sara eða Scott Ryder og fljúga um Heleus-klasann í leit að nýju heimili.Oftar en ekki skemmti ég mér vel yfir Mass Effect: Andromeda, og í raun kann ég vel að meta þennan leik. Sagan er fín og bardagakerfið er skemmtilegra en í hinum leikjum seríunnar. Þá lítur leikurinn mjög vel út. Fjölmargir smáir gallar og sérstaklega markviss og vísvitandi, já vísvitandi, sóun á tíma mínum gerði mig þó stundum bálreiðan. Hvern hefði grunað að af um hundrað þúsund mönnum, Turian, Salarian, Asari og alls kyns öðrum geimverum sem fara í sex hundruð ára langt ferðalag til annarrar stjörnuþoku, sé aðeins einn einstaklingur sem sé fær um að skanna grjót, skutlast með armbönd, sækja poppkorn á milli sólkerfa, setja upp loftnet og ýmislegt annað.Flæðið steindrepið Við það að ferðast á milli pláneta, eitthvað sem maður gerir mikið af í leiknum, þarf maður að horfa á myndband af geimskipinu taka á loft, horfa á myndband af geimskipinu fljúga frá plánetu, velja nýtt sólkerfi, horfa á geimskipið fljúga að sólkerfinu, velja plánetuna, horfa á geimskipið fljúga að plánetunni, horfa á plánetuna í tvær til þrjár sekúndur, velja lendingarstaðinn, horfa á myndband af geimskipinu fljúga að plánetunni og svo horfa á myndband af geimskipinu lenda á plánetunni. Þetta þarf maður að gera í hvert sinn og MEA sendir mann þvers og kruss um Heleos-klasann. Bioware lagði mikið í að teikna Andromeda-stjörnuþokuna og vill örugglega sýna spilurum hvernig hún lítur út, og hún lítur vel út, en kommon. Þetta gjörsamlega steindrepur flæði leiksins. Þetta er ekki galli, heldur bara hræðileg hönnun.(Uppfært: Bioware gaf í dag út lista yfir atriði sem plástur, sem gefinn verður út þann 6. apríl, mun laga. Meðal annars verður spilurum gert kleift að sleppa því að horfa á geimskipið fljúga um geiminn. Mörg önnur atriði verða löguð) Svo eru tvær dyr, af mjög mörgum í öllum leiknum, sem eru sérstaklega furðulegar. Maður þarf að fara margoft í gegnum þær og einhverra hluta vegna þarf maður að halda E inni í einhverjar fjórar til fimm sekúndur, mikið lengur en á öðrum dyrum, til þess að opna þær. Að opna þær var orðið eins og að draga tennur. (Nú er ég eiginlega bara farinn að ranta)Ég er þannig gerður að í aðstæðum sem þeim sem MEA bíður upp á, verð ég að klára svo til gott sem öll þau verkefni sem ég get hverju sinni, áður en ég held áfram með söguna. Það væri lítið mál að sleppa bróðurpartinum af verkefnum sem leikurinn býður upp á, en það er ekki gert auðvelt að greina þeirra á milli. Sum verkefnin eru mjög efnileg, en leysast svo upp í ekki neitt á skömmum tíma.Sáttur en þreyttur Eftir að hafa varið tæplega 70 (já mamma, ég veit) klukkustundum í Andromeda stjörnuþokunni er ég sáttur, en guð minn góður hvað þetta tók stundum á. Það væri vel hægt að skera leikinn niður og gera hann betri fyrir vikið. „Farðu þangað og sæktu þetta, farðu svo til baka og skilaðu þessu. Æi, gaurinn sem átti þetta er ekki lengur hér. Farðu því aftur til plánetu tvö og finndu gaurinn dauðan í einhverjum helli. - Mission Complete“ Í mjög svo grófum dráttum er þetta kannski fjórðungur af öllum verkefnum MEA. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi söguheims Mass Effect og átti tiltölulega auðvelt með að leiða hjá mér hina fjölmörgu galla sem finna má í MEA. Stundum voru gallarnir reyndar nokkuð heillandi. Þar má nefna þegar ég var að horfa á um það bil 300 kílóa Krogan á sporbraut um annan samstarfsfélaga Ryder. Andlitshreyfingar persóna leiksins eru löngu orðnar frægar, en þær geta verið mjög slæmar. Mér finnst þó eins og það mál hafi verið blásið upp úr hófi. Já, þetta er asnalegt og jafnvel hroðvirknislegt, en það er langt frá því að ganga frá leiknum dauðum.Svo ég snúi mér að því sem MEA gerir vel. Það fyrsta sem ber að nefna er bardagakerfið, en það er mjög skemmtilegt og gefur spilurum tækifæri til að leika sér. Leikurinn bíður upp á fjölda vopna og krafta sem hægt er að beita gegn hinum fjölmörgu óvinum sem finna má í Andromeda stjörnuþokunni. Það er þó bara hægt að notast við þrjá krafta í einu. Það er þó leyst að vissu leyti með kerfi sem kallast Profiles. Þannig geta spilarar stillt upp mismunandi settum af kröftum og skipt þar á milli án vandræða. Það gerir manni kleift að bregðast hratt við mismunandi aðstæðum.Ný breidd í hönnun borða Önnur nýjung er að nú er hægt að hoppa og rúmlega það. Ryder og félagar hans eru með þotuhreyfla á bakinu sem gerir þeim kleift að hoppa mjög hátt og svífa í loftinu í skamma stund. Þaðan er hægt að skjóta á allt sem maður sér og beita kröftum. Þessi hopp opna bardaga í MEA upp og gefa spilurum miklu fleiri möguleika til að sigra óvini sína en í fyrri leikjum seríunnar. Það sem hoppin gera einnig er að opna svæði leiksins upp og gera hönnun borða skemmtilegri. Eitt af skemmtilegri borðum leiksins gerist til dæmis um borð í geimskipi þar sem þyngdaraflið er reglulega að breytast. Eina stundina er gólfið niður og þá næstu gengur maður á veggjum.Það er margt líkt á milli Mass Effect Andromeda og Dragon Age Inquisition. Kannski sérstaklega það að þau svæði sem hægt er að skoða eru stærri en þekkist í fyrri leikjunum. Á þeim stóru svæðum þarf að leysa fjölmörg verkefni og safna málmum og öðru til að þróa og byggja vopn og brynjur. Það er alltaf gaman að heimsækja nýjar plánetur og skoða þær. Hins vegar verður það þreytt á endanum þar sem leikurinn sendir þig fram og til baka um pláneturnar til að elta mis-spennandi verkefni. Það að ferðast um þessar fallegu plánetur verður bara að nauðsynlegri tímaeyðslu, sem er leiðinlegt, því pláneturnar eru flottar og vel hannaðar.Saga MEA er, eins og áður segir, fín. Um hundrað þúsund einstaklingar eru komnir til nýrrar stjörnuþoku til þess að finna nýtt heimili. Eftir 600 ára ferðalag kemur í ljós að pláneturnar sem til stóð að setjast að á, eru ekki upp á marga fiska. Það er þó hægt að leysa með því að beita tækni sem fornar geimverur hafa skilið eftir sig. Þar að auki eru vondar geimverur á svæðinu sem vilja skera alla upp og skoða líffæri þeirra. Ofan á það, þarf að svipta hulunni af því hver stendur á bakvið ferðalagið til Andromeda. Lagt var af stað á svipuðum tíma og Mass Effect 2 gerist, þannig að Reaper-ógnin sem stafaði af stjörnuþokunni okkar er ekki á allra vitorði.Scott Ryder og nokkrir af félögum hans.Að mínu viti er stærsti leyndardómurinn og sá skemmtilegasti að komast að því hvað kom fyrir geimverurnar sem skildu ummerki eftir sig um allan Heleus-klasann og þróuðu tækni sem hægt er að nýta til að gera plánetur fínar til búsetu. Vondu karlarnir eru frekar litlausir og hitt heillaði mig meira. Skipsfélagar Ryder eru, eins og í öllum ME leikjum, mis áhugaverðir. Sumir (ég er að horfa á þig Liam) eru einfaldlega hundleiðinlegir og jafnvel gagnslausir. (Af hverju ertu hérna ennþá Liam?) Aðrir eru djúpir og vel skrifaðir, en hægt er að gera ýmis verkefni fyrir þá alla til þess að öðlast hollustu þeirra. Sum þeirra verkefna eru með þeim skemmtilegustu í leiknum og önnur eru bara fyrir.Fínn, jafnvel góður, en ætti að vera frábær Svo maður taki aðeins saman, þá gæti Mass Effect Andromeda verið miklu skemmtilegri leikur en hann er. Hann er fínn og á köflum góður, en hann gæti verið frábær. Meira er ekki endilega betra og gífurlega mikið uppfylliefni kemur niður á upplifuninni sem nýja stjörnuþokan ætti að vera. Ekki hjálpar að leikurinn inniheldur fjölmarga galla. Bardagakerfið er að mínu viti það skemmtilegasta í allri seríunni, sagan er áhugaverð og leikurinn lítur mjög vel út.Aðdáendur Mass Effect seríunnar munu líklega ekki láta þennan fram hjá sér fara, en mér þykir miður að þetta gætu verið fyrstu kynni margra af þeim frábæra söguheimi sem Bioware hefur skapað. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Horizon Zero Dawn: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Að drepa vélmennarisaeðlur með boga og spjóti gæti vart litið betur út. 8. mars 2017 10:00 Ghost Recon: Wildlands - Skemmtigarður samspilsins Það er greinilegt að Gost Recon Wildlands var þróaður með samspilun í huga og þar skín leikurinn svo sannarlega, en gallar draga úr upplifuninni. 16. mars 2017 08:45 Sniper Elite 4: Sjaldan verið skemmtilegra að skjóta nasista á færi Hressir verulega upp á seríu sem virtist föst í sama farinu. 1. mars 2017 11:00 Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það að er hægt að segja margt um Mass Effect: Andromeda. Mikið af því er gott, en uppfylliefni og aragrúi galla draga leikinn niður. Sögusvið leiksins er á þá leið að stór hópur manna og bandamanna þeirra tóku þá ákvörðun að yfirgefa stjörnuþokuna okkar, sofa í sex hundruð ár og ferðast til Andromeda stjörnuþokunnar og byggja þar heimili. Það gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig og Ryder fjölskyldan og hetjur Mass Effect: Andromeda þurfa að grípa inn í og reyna að bjarga málunum. Spilarar ráða því hvort þeir spila sem Sara eða Scott Ryder og fljúga um Heleus-klasann í leit að nýju heimili.Oftar en ekki skemmti ég mér vel yfir Mass Effect: Andromeda, og í raun kann ég vel að meta þennan leik. Sagan er fín og bardagakerfið er skemmtilegra en í hinum leikjum seríunnar. Þá lítur leikurinn mjög vel út. Fjölmargir smáir gallar og sérstaklega markviss og vísvitandi, já vísvitandi, sóun á tíma mínum gerði mig þó stundum bálreiðan. Hvern hefði grunað að af um hundrað þúsund mönnum, Turian, Salarian, Asari og alls kyns öðrum geimverum sem fara í sex hundruð ára langt ferðalag til annarrar stjörnuþoku, sé aðeins einn einstaklingur sem sé fær um að skanna grjót, skutlast með armbönd, sækja poppkorn á milli sólkerfa, setja upp loftnet og ýmislegt annað.Flæðið steindrepið Við það að ferðast á milli pláneta, eitthvað sem maður gerir mikið af í leiknum, þarf maður að horfa á myndband af geimskipinu taka á loft, horfa á myndband af geimskipinu fljúga frá plánetu, velja nýtt sólkerfi, horfa á geimskipið fljúga að sólkerfinu, velja plánetuna, horfa á geimskipið fljúga að plánetunni, horfa á plánetuna í tvær til þrjár sekúndur, velja lendingarstaðinn, horfa á myndband af geimskipinu fljúga að plánetunni og svo horfa á myndband af geimskipinu lenda á plánetunni. Þetta þarf maður að gera í hvert sinn og MEA sendir mann þvers og kruss um Heleos-klasann. Bioware lagði mikið í að teikna Andromeda-stjörnuþokuna og vill örugglega sýna spilurum hvernig hún lítur út, og hún lítur vel út, en kommon. Þetta gjörsamlega steindrepur flæði leiksins. Þetta er ekki galli, heldur bara hræðileg hönnun.(Uppfært: Bioware gaf í dag út lista yfir atriði sem plástur, sem gefinn verður út þann 6. apríl, mun laga. Meðal annars verður spilurum gert kleift að sleppa því að horfa á geimskipið fljúga um geiminn. Mörg önnur atriði verða löguð) Svo eru tvær dyr, af mjög mörgum í öllum leiknum, sem eru sérstaklega furðulegar. Maður þarf að fara margoft í gegnum þær og einhverra hluta vegna þarf maður að halda E inni í einhverjar fjórar til fimm sekúndur, mikið lengur en á öðrum dyrum, til þess að opna þær. Að opna þær var orðið eins og að draga tennur. (Nú er ég eiginlega bara farinn að ranta)Ég er þannig gerður að í aðstæðum sem þeim sem MEA bíður upp á, verð ég að klára svo til gott sem öll þau verkefni sem ég get hverju sinni, áður en ég held áfram með söguna. Það væri lítið mál að sleppa bróðurpartinum af verkefnum sem leikurinn býður upp á, en það er ekki gert auðvelt að greina þeirra á milli. Sum verkefnin eru mjög efnileg, en leysast svo upp í ekki neitt á skömmum tíma.Sáttur en þreyttur Eftir að hafa varið tæplega 70 (já mamma, ég veit) klukkustundum í Andromeda stjörnuþokunni er ég sáttur, en guð minn góður hvað þetta tók stundum á. Það væri vel hægt að skera leikinn niður og gera hann betri fyrir vikið. „Farðu þangað og sæktu þetta, farðu svo til baka og skilaðu þessu. Æi, gaurinn sem átti þetta er ekki lengur hér. Farðu því aftur til plánetu tvö og finndu gaurinn dauðan í einhverjum helli. - Mission Complete“ Í mjög svo grófum dráttum er þetta kannski fjórðungur af öllum verkefnum MEA. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi söguheims Mass Effect og átti tiltölulega auðvelt með að leiða hjá mér hina fjölmörgu galla sem finna má í MEA. Stundum voru gallarnir reyndar nokkuð heillandi. Þar má nefna þegar ég var að horfa á um það bil 300 kílóa Krogan á sporbraut um annan samstarfsfélaga Ryder. Andlitshreyfingar persóna leiksins eru löngu orðnar frægar, en þær geta verið mjög slæmar. Mér finnst þó eins og það mál hafi verið blásið upp úr hófi. Já, þetta er asnalegt og jafnvel hroðvirknislegt, en það er langt frá því að ganga frá leiknum dauðum.Svo ég snúi mér að því sem MEA gerir vel. Það fyrsta sem ber að nefna er bardagakerfið, en það er mjög skemmtilegt og gefur spilurum tækifæri til að leika sér. Leikurinn bíður upp á fjölda vopna og krafta sem hægt er að beita gegn hinum fjölmörgu óvinum sem finna má í Andromeda stjörnuþokunni. Það er þó bara hægt að notast við þrjá krafta í einu. Það er þó leyst að vissu leyti með kerfi sem kallast Profiles. Þannig geta spilarar stillt upp mismunandi settum af kröftum og skipt þar á milli án vandræða. Það gerir manni kleift að bregðast hratt við mismunandi aðstæðum.Ný breidd í hönnun borða Önnur nýjung er að nú er hægt að hoppa og rúmlega það. Ryder og félagar hans eru með þotuhreyfla á bakinu sem gerir þeim kleift að hoppa mjög hátt og svífa í loftinu í skamma stund. Þaðan er hægt að skjóta á allt sem maður sér og beita kröftum. Þessi hopp opna bardaga í MEA upp og gefa spilurum miklu fleiri möguleika til að sigra óvini sína en í fyrri leikjum seríunnar. Það sem hoppin gera einnig er að opna svæði leiksins upp og gera hönnun borða skemmtilegri. Eitt af skemmtilegri borðum leiksins gerist til dæmis um borð í geimskipi þar sem þyngdaraflið er reglulega að breytast. Eina stundina er gólfið niður og þá næstu gengur maður á veggjum.Það er margt líkt á milli Mass Effect Andromeda og Dragon Age Inquisition. Kannski sérstaklega það að þau svæði sem hægt er að skoða eru stærri en þekkist í fyrri leikjunum. Á þeim stóru svæðum þarf að leysa fjölmörg verkefni og safna málmum og öðru til að þróa og byggja vopn og brynjur. Það er alltaf gaman að heimsækja nýjar plánetur og skoða þær. Hins vegar verður það þreytt á endanum þar sem leikurinn sendir þig fram og til baka um pláneturnar til að elta mis-spennandi verkefni. Það að ferðast um þessar fallegu plánetur verður bara að nauðsynlegri tímaeyðslu, sem er leiðinlegt, því pláneturnar eru flottar og vel hannaðar.Saga MEA er, eins og áður segir, fín. Um hundrað þúsund einstaklingar eru komnir til nýrrar stjörnuþoku til þess að finna nýtt heimili. Eftir 600 ára ferðalag kemur í ljós að pláneturnar sem til stóð að setjast að á, eru ekki upp á marga fiska. Það er þó hægt að leysa með því að beita tækni sem fornar geimverur hafa skilið eftir sig. Þar að auki eru vondar geimverur á svæðinu sem vilja skera alla upp og skoða líffæri þeirra. Ofan á það, þarf að svipta hulunni af því hver stendur á bakvið ferðalagið til Andromeda. Lagt var af stað á svipuðum tíma og Mass Effect 2 gerist, þannig að Reaper-ógnin sem stafaði af stjörnuþokunni okkar er ekki á allra vitorði.Scott Ryder og nokkrir af félögum hans.Að mínu viti er stærsti leyndardómurinn og sá skemmtilegasti að komast að því hvað kom fyrir geimverurnar sem skildu ummerki eftir sig um allan Heleus-klasann og þróuðu tækni sem hægt er að nýta til að gera plánetur fínar til búsetu. Vondu karlarnir eru frekar litlausir og hitt heillaði mig meira. Skipsfélagar Ryder eru, eins og í öllum ME leikjum, mis áhugaverðir. Sumir (ég er að horfa á þig Liam) eru einfaldlega hundleiðinlegir og jafnvel gagnslausir. (Af hverju ertu hérna ennþá Liam?) Aðrir eru djúpir og vel skrifaðir, en hægt er að gera ýmis verkefni fyrir þá alla til þess að öðlast hollustu þeirra. Sum þeirra verkefna eru með þeim skemmtilegustu í leiknum og önnur eru bara fyrir.Fínn, jafnvel góður, en ætti að vera frábær Svo maður taki aðeins saman, þá gæti Mass Effect Andromeda verið miklu skemmtilegri leikur en hann er. Hann er fínn og á köflum góður, en hann gæti verið frábær. Meira er ekki endilega betra og gífurlega mikið uppfylliefni kemur niður á upplifuninni sem nýja stjörnuþokan ætti að vera. Ekki hjálpar að leikurinn inniheldur fjölmarga galla. Bardagakerfið er að mínu viti það skemmtilegasta í allri seríunni, sagan er áhugaverð og leikurinn lítur mjög vel út.Aðdáendur Mass Effect seríunnar munu líklega ekki láta þennan fram hjá sér fara, en mér þykir miður að þetta gætu verið fyrstu kynni margra af þeim frábæra söguheimi sem Bioware hefur skapað.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Horizon Zero Dawn: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Að drepa vélmennarisaeðlur með boga og spjóti gæti vart litið betur út. 8. mars 2017 10:00 Ghost Recon: Wildlands - Skemmtigarður samspilsins Það er greinilegt að Gost Recon Wildlands var þróaður með samspilun í huga og þar skín leikurinn svo sannarlega, en gallar draga úr upplifuninni. 16. mars 2017 08:45 Sniper Elite 4: Sjaldan verið skemmtilegra að skjóta nasista á færi Hressir verulega upp á seríu sem virtist föst í sama farinu. 1. mars 2017 11:00 Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Horizon Zero Dawn: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Að drepa vélmennarisaeðlur með boga og spjóti gæti vart litið betur út. 8. mars 2017 10:00
Ghost Recon: Wildlands - Skemmtigarður samspilsins Það er greinilegt að Gost Recon Wildlands var þróaður með samspilun í huga og þar skín leikurinn svo sannarlega, en gallar draga úr upplifuninni. 16. mars 2017 08:45
Sniper Elite 4: Sjaldan verið skemmtilegra að skjóta nasista á færi Hressir verulega upp á seríu sem virtist föst í sama farinu. 1. mars 2017 11:00
Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45