Ósvífin aðför ríkisstjórnarinnar að ferðaþjónustunni Pétur Snæbjörnsson skrifar 19. apríl 2017 12:33 Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun