Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 09:47 Frá vettvangi í Reykjanesbæ í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00