Við erum ekki orðnar saddar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Gleðin var við völd hjá Stjörnustúlkum er þær fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir magnaðan sigur á Fram í Safamýrinni. fréttablaðið/andri Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira