Hraðasti jeppi heims nær 370 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 15:06 Toyota Land Speed Cruiser. Hér sést enginn venjulegur Toyota Land Cruiser heldur einfaldlega hraðskreiðasti jeppi heims. Hann náði 370,1 km hraða um daginn og bætti með því metið á meðal jeppa um 30 km/klst. Þessu meti var náð á flugbraut í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu og hafði ökumaður hans 4 kílómetra braut til að koma bílnum uppí þennan ógnarhraða. Mikið hefur verið átt við þennan Land Cruiser jeppa, en í honum er 5,7 lítra V8 vél með tveimur risastórum Garrett forþjöppum sem ná 55 psi þrýstingi. Ýmsu þurfti að breyta í vélbúnaði bílsins til að þola allan þennan þrýsting, en Toyota menn segja að á mjög öruggan og áreiðanlegan máta megi ná yfir 2.000 hestöflum úr þessari vél. Það var NASCAR ökumaðurinn Carl Edwards sem ók bílnum til þessa metsláttar en þessum tiltekna bíl hefur verið gefið nafnið Toyota Land Speed Cruiser. Eins og sést á myndinn af bílnum hefur hann verið lækkaður verulega og átt hefur verið við ytra byrði hans svo hann kljúfi loftið betur. Toyota segir að þessi magnaði jeppi geti náð meiri hraða ef hann fengi til þess lengri braut. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Hér sést enginn venjulegur Toyota Land Cruiser heldur einfaldlega hraðskreiðasti jeppi heims. Hann náði 370,1 km hraða um daginn og bætti með því metið á meðal jeppa um 30 km/klst. Þessu meti var náð á flugbraut í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu og hafði ökumaður hans 4 kílómetra braut til að koma bílnum uppí þennan ógnarhraða. Mikið hefur verið átt við þennan Land Cruiser jeppa, en í honum er 5,7 lítra V8 vél með tveimur risastórum Garrett forþjöppum sem ná 55 psi þrýstingi. Ýmsu þurfti að breyta í vélbúnaði bílsins til að þola allan þennan þrýsting, en Toyota menn segja að á mjög öruggan og áreiðanlegan máta megi ná yfir 2.000 hestöflum úr þessari vél. Það var NASCAR ökumaðurinn Carl Edwards sem ók bílnum til þessa metsláttar en þessum tiltekna bíl hefur verið gefið nafnið Toyota Land Speed Cruiser. Eins og sést á myndinn af bílnum hefur hann verið lækkaður verulega og átt hefur verið við ytra byrði hans svo hann kljúfi loftið betur. Toyota segir að þessi magnaði jeppi geti náð meiri hraða ef hann fengi til þess lengri braut.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent