Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2017 05:00 Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Vísir/Daníel Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Áhrifamenn innan Framsóknarflokks hafa hvatt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta staðfestir Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið. Hann er sem stendur óbreyttur þingmaður og situr í utanríkismálanefnd. „Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga, en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að hann hafi skyldum að gegna í sínu kjördæmi og líki þingmennskan vel. „Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.“ Alþekkt er að Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum í borginni. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig þau mál varða, líka þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur hefur skrifað innblásna pistla um skipulagsmál og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Árið 2015 skrifaði hann, svo dæmi sé tekið, grein á heimasíðu sína þar sem hann sagði gamla bæinn í Reykjavík ekki hafa staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og þá frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefndi fyrirhugaðar framkvæmdir á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem dæmi um vont skipulag. Þá varð frægt þegar hann sendi frá sér jólakort sama ár, þar sem hann hafði látið teikna byggingu inn á fyrirhugaðan byggingarreit nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis í stíl Guðjóns Samúelssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sjáðu teikningar forsætisráðherra af húsum í miðbænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra teiknaði upp útlit nokkurra húsa fyrir nokkrum árum eftir því hvernig upprunalegar teikningar þeirra eru. 26. febrúar 2016 16:36