Alvarleg tíðindi fyrir samfélagið Guðríður Arnardóttir skrifar 29. maí 2017 14:18 Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stóraukist frá árinu 2012. Mikil aukning hafi verið á bæði skamm- og langtímaveikindum stéttarinnar. Þannig hafi 37% aukning orðið á langtímaveikindum kennara frá árinu 2012. Það eru grafalvarleg tíðindi þegar staðreyndir sýna að kulnun í starfi er mest meðal kennara. Álag á kennara í starfi er staðreynd og mest er álagið við kennslu yngri barna í leik- og grunnskóla. Í dag þykir fínt í nútíma mannauðsstjórnun að bjóða starfsfólki upp á aukinn sveigjanleika í starfi, möguleika á að vinna heima og þannig samþætta vinnu og fjölskyldulíf sem dregur úr álagi og streitu. Rannsóknir sýna að þeir sem búa við sveigjanleika á vinnustað skila meiri afköstum og eru ánægðari í starfi. Og á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn á vinnumarkaði almennt hefur verið vaxandi tilhneiging til að niðurnjörva vinnutíma kennara. Forysta sveitarfélaganna sækist í að hafa sem mest forræði á vinnu kennara með þeim afleiðingum að vinnudagurinn dugar kennaranum ekki til að klára verkefni dagsins og undirbúa næsta dag. Leikskólakennarar fá ekki þann nauðsynlega sveigjanleika í starfi til þess að undirbúa og skipuleggja kennslu í leikskólanum. Þeim er skammtaður of lítill tími til faglegs undirbúnings. Grunnskólakennarar þurfa sífellt að takast á við fleiri og fleiri verkefni. Í sumum tilfellum taka alls kyns teymisfundir, samskipti við heimili og aðrar skyldur utan kennslunnar allan tíma kennarans og lítið sem ekkert er eftir innan dagvinnumarka til að undirbúa kennslu næsta dags. Hægt og bítandi hefur verkefnum fjölgað án þess að nokkuð tillit sé tekið til þess innan vinnuramma kennara. Í framhaldsskólanum hefur líka verið vaxandi tilhneiging til þess að setja fleiri verkefni á herðar kennara án þess að taka tillit til þess tíma sem þau taka. Framhaldsskólakennarar hafa sjálfir forræði yfir sínum vinnutíma að hluta og geta þá valið hvenær þeir undirbúa kennslu eða sinna námsmati. En til viðbótar við kennsluna og störf tengd henni færist nú í vöxt sérstök umsjón með ólögráða nemendum, aukin samskipti við heimili og teymisvinna tengd einstaka nemendum eða verkefnum. Það vekur hins vegar athygli að streita og kulnun í starfi er heldur minni meðal framhaldsskólakennara sem gæti verið vísbending þess að enn sem komið er sé miðstýring starfsins minni. Kennsla er á margan hátt lík starfi leikarans. Þú ert að koma fram fyrir framan aðra og gagnrýnendur eru kröfuharðir. Nemendur kvarta ef kennarinn á slæman dag og hann er hiklaust púaður niður ef illa gengur. Ekkert frekar en leikarinn getur staðið á sviði oft á dag svo árum skiptir er hægt að leggja of mikla kennslu á herðar kennarans án þess að eitthvað láti undan. Það er alveg ljóst að það þarf að vinda ofan af of miklu álagi í starfi kennara. Ábyrgð samningsaðila er mikil því það eru gríðarlega miklar fjárhæðir í húfi að koma í veg fyrir langtímaveikindi kennara svo ekki sé talað um örorku vegna kulnunar í starfi. Við óhóflegu álagi í kennarastéttinni verður að bregðast við samningaborðið og semja um meiri sveigjanleika og afmarka vandlega þau verkefni sem rúmast innan dagvinnumarka kennarans.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun