Íslensku keppendurnir rökuðu inn verðlaunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 21:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk fengu báðar gull í dag. vísir/anton Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag. Aðrar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira