Farmall Cub kveikti áhugann Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. maí 2017 17:00 Sigmar Jóhannsson, forsvarsmaður Búminjasafnsins Lindabæ situr á Massey Harris, árgerð 1948. Myndir/Búminjasafnið Lindabæ Sigmar Jóhannsson setti á fót búminjasafn á bænum Lindabæ í Sæmundarhlíð. Þar eru til sýnis yfir tuttugu dráttarvélar og smærri tæki. Ég hafði safnað dráttarvélum og ýmsum vélum í mög ár og látið gera upp áður en ég byggði yfir þær sýningarsal. Nú er búið að bæta við öðrum sal sem tekur 120 manns, með eldhúsi og snyrtingum. Við erum með litla veitingasölu og vorum með þrjár sortir í fyrra, ætli það verði ekki eitthvað svipað í sumar,“ segir Sigmar Jóhannsson, landpóstur og fyrrverandi bóndi á Lindabæ í Sæmundarhlíð, en hann stofnaði Búminjasafnið Lindabæ fyrir þremur árum.Fordson Major árgerð 1956Safnið telur tugi dráttarvéla og eitthvað af minni búvélum svo sem hverfisteina, skilvindur, hestakerru og sleða. Sigmar segir upphafið megi rekja til þess þegar komið var með Farmall Cub á bæinn þegar hann var strákur, árið 1952. Þar með kviknaði áhugi hans á dráttarvélum og seinna leitaði hann uppi eins vél. Boltinn fór að rúlla og í dag á hann um fimmtíu gamlar vélar, þrjátíu þeirra gangfærar og tuttugu er búið að gera upp fyrir safnið.Deutz, 514 mótor, 15 hestafla, 1 strokks, árgerð 1955„Sumar vélanna eru einstakar eins og Leyland 154 en hún er sennilega eina eintakið á landinu. Massey Harris 20 á ég einnig, frá árinu 1948. Eigandinn byrjaði að leggja inn á hana einu og hálfu ári áður en vélin var afgreidd. Það þætti skrítið í dag. Ég er með eina Farmall A 1945, sem er snúin í gang og set hana oft í gang fyrir gesti. En hún mengar, ég hef hana ekki lengi í gangi. Hún er líklega elsta vélin í safninu, sú yngsta er líklega Leylandinn, frá 1972,“ segir Sigmar.Leyland 154, árgerð 1972, sennilega eina vélin sem er til á landinu. Safnið verður opnað þann 20. júní en hægt er að fylgjast Búminjasafninu Lindabæ á Facebook. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Sigmar Jóhannsson setti á fót búminjasafn á bænum Lindabæ í Sæmundarhlíð. Þar eru til sýnis yfir tuttugu dráttarvélar og smærri tæki. Ég hafði safnað dráttarvélum og ýmsum vélum í mög ár og látið gera upp áður en ég byggði yfir þær sýningarsal. Nú er búið að bæta við öðrum sal sem tekur 120 manns, með eldhúsi og snyrtingum. Við erum með litla veitingasölu og vorum með þrjár sortir í fyrra, ætli það verði ekki eitthvað svipað í sumar,“ segir Sigmar Jóhannsson, landpóstur og fyrrverandi bóndi á Lindabæ í Sæmundarhlíð, en hann stofnaði Búminjasafnið Lindabæ fyrir þremur árum.Fordson Major árgerð 1956Safnið telur tugi dráttarvéla og eitthvað af minni búvélum svo sem hverfisteina, skilvindur, hestakerru og sleða. Sigmar segir upphafið megi rekja til þess þegar komið var með Farmall Cub á bæinn þegar hann var strákur, árið 1952. Þar með kviknaði áhugi hans á dráttarvélum og seinna leitaði hann uppi eins vél. Boltinn fór að rúlla og í dag á hann um fimmtíu gamlar vélar, þrjátíu þeirra gangfærar og tuttugu er búið að gera upp fyrir safnið.Deutz, 514 mótor, 15 hestafla, 1 strokks, árgerð 1955„Sumar vélanna eru einstakar eins og Leyland 154 en hún er sennilega eina eintakið á landinu. Massey Harris 20 á ég einnig, frá árinu 1948. Eigandinn byrjaði að leggja inn á hana einu og hálfu ári áður en vélin var afgreidd. Það þætti skrítið í dag. Ég er með eina Farmall A 1945, sem er snúin í gang og set hana oft í gang fyrir gesti. En hún mengar, ég hef hana ekki lengi í gangi. Hún er líklega elsta vélin í safninu, sú yngsta er líklega Leylandinn, frá 1972,“ segir Sigmar.Leyland 154, árgerð 1972, sennilega eina vélin sem er til á landinu. Safnið verður opnað þann 20. júní en hægt er að fylgjast Búminjasafninu Lindabæ á Facebook.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent