Ekkja Jóhannesar í Bónus til starfa hjá Costco Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2017 14:49 Guðrún Þórsdóttir hefur nú gengið til liðs við Costco en flest virðist ganga stórversluninni þeirri í hag; opnun búðarinnar hefur gengið vonum framar. Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010. Costco Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010.
Costco Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira